Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 11:15

Eimskipsmótaröðin (3): Hlynur Geir Hjartarson keppir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni

Hlynur Geir Hjartarson, framkvæmdastjóri GOS, var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni.  Hann mætir annað hvort Haraldi Franklín Magnús, GR eða Rúnari Arnórssyni, GK, í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni!

Hlynur vann alla leiki sína í 32 manna undankeppninni, þ.e. þá Arnar Snæ Hákonarson, GR;  Árna Pál Hansson, GR og Magnús Lárusson, GKJ.

Í gær í 8 manna undanúrslitunum vann Hlynur Geir Hjartarson,  Guðjón Henning Hilmarsson, GKG, 3&2.

Og svo í dag í 4 manna úrslitum vann Hlynur Geir, Birgi Leif Hafþórsson, GKG 1&0.