Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2012 | 21:50

LET: Melissa Reid í forystu fyrir lokahring Raiffeisenbank Prague Golf Masters

Það er enski kylfingurinn Melissa Reid sem leiðir fyrir lokahring Raiffeisenbank Prague Golf Masters, sem fram fer á Albatross Golf Resort rétt fyrir utan Prag. Melissa er búin að spila báða hringina á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 76).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er ítalska stúlkan Stefanie Croce á 8 undir pari, 136 höggum (70 66).

Ein í 3. sæti er síðan forystukona gærdagsins, Elisabeth Esterl frá Þýskalandi á 7 undir pari, 137 höggum (66 71).

Fjórða sætinu deila síðan 3 kylfingar þ.á.m. hin forystukona gærdagsins, Veronica Zorzi frá Ítalíu. Allar eru þær búnar að spila á 6 undir pari, samtals 138 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Raiffeisenbank Prague Golf Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: