Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 09:00

LPGA: Inbee Park enn í forystu fyrir lokahring Manulife Financial LPGA Classic

Í Waterloo, Ontario í Kanada fer fram annað af tveimur mótum LPGA sem haldið er í Kanada: Manulife Financial LPGA Classic.  Sú sem er í forystu eftir 3. dag á Grey Silo golfvellinum er Inbee Park frá Suður-Kóreu.  Hún er búin að spila á samtals 14 undir pari, á samtals 199 höggum (69 64 66).

Í 2. sæti eru Brittany Lang og Hee Kyung Seo á samtals 12 undir pari, 2 höggum á eftir Park.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Manulife Financial LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: