Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 07:00

Eimskipsmótaröðin (3): Andri Þór Björnsson fór holu í höggi í 3. umferð á Íslandsmótinu í holukeppni!

Andri Þór Björnsson, GR, fór holu í höggi á 9. braut Leirdalsvallar í 3. umferð Íslandsmótsins í holukeppni.  Í 3. umferð var Andri Þór að spila við klúbbfélaga sinn Ólaf Má Sigurðsson, GR.

Níunda brautin er par-3 og 163 metra af hvítum teigum. Við höggið góða notaði Andri Þór 7-járn. Þetta er í 2. skipti sem Andri Þór fer holu í höggi s.s. sjá má í nýlegu viðtali Golf 1 við Andra Þór SMELLIÐ HÉR:  en fyrra skiptið fór Andri Þór holu í höggi á 11. braut Leirdalsvallar.

Golf 1 óskar Andra Þór innilega til hamingju með draumahöggið!