LPGA: Brittany Lang sigraði á Manulife Financial LPGA Classic eftir hörku umspil!
Bandaríska stúlkan Brittany Lang sigraði á Manulife Financial LPGA Classic eftir hörku umspil við þær Ceilu Choi, Hee Kyung Seo og Inbee Park, sem allar eru frá Suður-Kóreu. Eftir 72 spilaðar holur var allt jafnt þ.e. allar voru kylfingarnir 4 á 16 undir pari, 268 höggum. Því var par-5 18. brautin spiluð aftur og aftur þar til úrslit fengust. Brittany Lang varð þrisvar að fá fugl til þess að knýja fram sigur – fyrst datt Ceila Choi út með par, svo Inbee Park og Hee Kyung Seo varð sú sem fékk par í 3. sinn sem 18. holan var spiluð og þar með stóð Brittany uppi sem sigurvegari. Fyrir sigurinn hlaut Lesa meira
PGA: Marc Leishman sigraði á Travelers mótinu – hápunktar og högg 4. dags
Það var Ástralinn Marc Leishman sem sigraði á Travelers mótinu. Samtals spilaði Leishman á 14 undir pari 266 höggum (68 66 70 62). Það var einkum með glæsilegalokahringnum upp á 62 högg, sem Leishman innsiglaði sigur sinn. Á hringnum fékk Leishman 8 glæsifugla og skilaði „hreinu“ skorkorti, þ.e. ekki með einum einasta skolla! Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Leishman urðu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Bubba Watson. Til þess að sjá úrslitin á Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Travelers SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 4. dags á Travelers, sem er ás Rory Sabbatini, SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá viðtal Lesa meira
LET: Melissa Reid sigraði á Raiffeisenbank Prague Golf Masters
Það var hin enska Melissa Reid, sem stóð uppi sem sigurvegari á Raiffeisenbank Prague Golf Masters, sem fram hefir farið á Albatross Golf Resort rétt fyrir utan Prag í Tékklandi um helgina. Melissa spilaði á 12 undir pari, samtals 207 höggum (68 67 72). Þetta er fyrsta mótið sem Melissa spilar í eftir að hún missti móður sína, Joy, fyrir 4 vikum í bílslysi í Þýskalandi. Fyrir sigurinn hlaut Melissa €37.500,- Aðeins 1 höggi á eftir var Diana Luna frá Ítalíu á samtals 208 höggum (70 69 69) – spilaði jafnt og fallegt golf mótsdagana 3. Þriðja sætinu deildu Rachel Bailey frá Ástralíu sem jafnframt var á lægsta skori lokadagsins, 66 Lesa meira
Evróputúrinn: Danny Willett sigraði á BMW International Open í Köln eftir maraþon umspil
Það var Englendingurinn Danny Willett sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW International Open, sem fram fór á Gut Lärchenhof, rétt fyrir utan Köln. Eftir hefbundnar 72 spilaðar holur var allt í járnum milli þeirra Willett og Ástralans Marcus Fraser. Báðir voru búnir að spila á 11 undir pari, 277 höggum. Því þurfti að koma til umspils milli þeirra tveggja og var par-4 18. brautin spiluð aftur og aftur þar til niðurstaða fékkst. Það var ekki fyrr en í 4. skiptið að Willett fékk par og Fraser skolla að úrslit fengust. Í 3. sæti urðu Írinn Paul McGinley, Englendingurinn Chris Wood og Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño aðeins 1 höggi á eftir. Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Signý Arnórsdóttir Íslandsmeistari kvenna í holukeppni!
Það er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2011, Signý Arnórsdóttir, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni 2012! Signý sigraði klúbbfélaga sinn, Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK í úrslitakeppninni 2&1. Í keppninni um 3. sætið sigraði Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, Tinnu Jóhannsdóttur, GK, 3&1. Signý er ein af okkar albestu kvenkylfingum. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Signýju með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús Íslandsmeistari í holukeppni 2012!
Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Haraldur Franklín hafði betur í viðureigninni gegn Hlyn Geir Hjartarson, GOS, vann úrslitaleikinn 2&0. Í keppninni um 3. sætið hafði Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, betur gegn Rúnari Arnórssyni, GK, 2&1. Þetta er 3. sigur hins 21 ára Haraldar Franklín á Eimskipsmótaröðinni, en hann sigraði á Símamótinu á Hvaleyrinni nákvæmlega fyrir ári síðan þ.e. 24. júní 2011, þannig að þessi dagur virðist vera einstakur happadagur fyrir Harald Franklín. Eins vann Haraldur Franklín á Mótaröðinni á Hellu, haustið 2010. Haraldur Franklín er einn af okkar allra bestu kylfingum. Hann á að baki farsælan feril í unglingagolfinu og hefir staðið Lesa meira
Arnar Már hlýtur gullmerki GSÍ
Arnar Már Ólafsson hlaut í dag gullmerki GSÍ en Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sæmdi Arnari Má þann heiður á útskriftarhófi golfkennaraskóla PGA og GSÍ. Við það tilefni fór Jón Ásgeir yfir feril Arnars Más innan golfhreyfingarinnar sem leikmanns, kennara og þjálfara en hæst ber þó starf Arnars Más við að setja á laggirnar golfkennaraskólann og fá hann viðurkenndan af PGA‘s of Europe ásamt því að stýra honum fyrstu árin sem skólastjóri. Golfkennaraskóli PGA og GSÍ er einn af 17 golfkennaraskólum í Evrópu sem hafa náð þeirri vottun og fyrir vikið eru allir þeir sem útskrifast úr skólanum með alþjóðlega gráðu sem PGA kennarar. Þess má geta að stórveldið í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Jónsdóttir. Ólöf María er fædd 24. júní 1976 og er því 36 ára í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ólöf er fyrst íslenskra kvenna og sú eina til dagsins í dag, til þess að fá fullan spilarétt á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour). Ólöf María er gift og á 2 börn. Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Olof Maria Jonsdottir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (81 árs); Juli Inkster, 24. júní 1960 (52 ára); Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (3): Anna Sólveig Snorradóttir og Signý Arnórsdóttir keppa um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni
Það eru þær Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Signý Arnórsdóttir, GK sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni. Anna Sólveig sigraði „heimakonuna“ Ingunni Gunnarsdóttur nokkuð stórt 5&4 nú fyrir stuttu í 4 kvenna úrslitunum og Signý Arnórsdóttur hafði betur gegn klúbbfélaga sínum, Tinnu Jóhannsdóttur, GK, 3&2. Í undankeppninni vann Anna Sólveig, Berglindi Björnsdóttur, GR; Þórdísi Geirsdóttur, GK og Jódísi Bóasdóttur, GK; en Signý vann þær Hansínu Þorkelsdóttur, GKG og Heiðu Guðnadóttur, GKJ.
Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús keppir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni
Haraldur Franklín Magnús, GR, bar sigurorð af Rúnari Arnórssyni, GK 3&1 nú rétt í þessu. Hann mætir Hlyn Geir Hjartarsyni, GOS í keppni um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni. Haraldur Franklín vann alla leiki sína í 32 manna undanúrslitunum þ.e. þá Sigmund Einar Másson, GKG; Ísak Jasonarson, GK og Kjartan Dór Kjartansson, GKG. Í gær í 8 manna úrslitunum sigraði hann klúbbfélaga sinn Andra Þór Björnsson, GR, á 21. holu, en sú keppni var spennandi allt fram á síðustu holu!










