Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2012 | 02:15

PGA: Marc Leishman sigraði á Travelers mótinu – hápunktar og högg 4. dags

Það var Ástralinn Marc Leishman sem sigraði á Travelers mótinu. Samtals spilaði Leishman á 14 undir pari 266 höggum (68 66 70 62).  Það var einkum með glæsilegalokahringnum upp á 62 högg, sem Leishman innsiglaði sigur sinn.  Á hringnum fékk Leishman 8 glæsifugla og skilaði „hreinu“ skorkorti, þ.e. ekki með einum einasta skolla!

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Leishman urðu Bandaríkjamennirnir Charley Hoffman og Bubba Watson.

Til þess að sjá úrslitin á Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Travelers SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. dags á Travelers, sem er ás Rory Sabbatini, SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við  Marc Leishman eftir sigur hans á Travelers mótinu SMELLIÐ HÉR: