Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 22:14

LET: Melissa Reid sigraði á Raiffeisenbank Prague Golf Masters

Það var hin enska Melissa Reid, sem stóð uppi sem sigurvegari á Raiffeisenbank Prague Golf Masters, sem fram hefir farið á Albatross Golf Resort rétt fyrir utan Prag í Tékklandi um helgina. Melissa spilaði á 12 undir pari, samtals 207 höggum (68 67 72).  Þetta er fyrsta mótið sem Melissa spilar í eftir að hún missti móður sína, Joy, fyrir 4 vikum í bílslysi í Þýskalandi.  Fyrir sigurinn hlaut Melissa €37.500,-

Aðeins 1 höggi á eftir var Diana Luna frá Ítalíu á samtals 208 höggum (70 69 69) – spilaði jafnt og fallegt golf mótsdagana 3.

Þriðja sætinu deildu Rachel Bailey frá Ástralíu sem jafnframt var á lægsta skori lokadagsins, 66 höggum og samtals á 209 höggum, líkt og Rebecca Hudson frá Englandi.

Til þess að sjá úrslit á Raiffeisenbank Prague Golf Masters SMELLIÐ HÉR: