Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (3): Signý Arnórsdóttir Íslandsmeistari kvenna í holukeppni!

Það er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2011, Signý Arnórsdóttir, GK, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni 2012! Signý sigraði klúbbfélaga sinn, Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK í úrslitakeppninni 2&1.

Í keppninni um 3. sætið sigraði Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, Tinnu Jóhannsdóttur, GK, 3&1.

Signý er ein af okkar albestu kvenkylfingum. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Signýju með því að SMELLA HÉR: