Arnar Már Ólafsson hlýtur gullmerki GSÍ. Mynd: pga.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 16:00

Arnar Már hlýtur gullmerki GSÍ

Arnar Már Ólafsson hlaut í dag gullmerki GSÍ en Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sæmdi Arnari Má þann heiður á útskriftarhófi golfkennaraskóla PGA og GSÍ.

Við það tilefni fór Jón Ásgeir yfir feril Arnars Más innan golfhreyfingarinnar sem leikmanns, kennara og þjálfara en hæst ber þó starf Arnars Más við að setja á laggirnar golfkennaraskólann og fá hann viðurkenndan af PGA‘s of Europe ásamt því að stýra honum fyrstu árin sem skólastjóri.

Golfkennaraskóli PGA og GSÍ er einn af 17 golfkennaraskólum í Evrópu sem hafa náð þeirri vottun og fyrir vikið eru allir þeir sem útskrifast úr skólanum með alþjóðlega gráðu sem PGA kennarar. Þess má geta að stórveldið í golfi, Spánn, hefur ekki viðurkenndan PGA golfkennaraskóla á sínum snærum.

Heimild: pga.is