
Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús Íslandsmeistari í holukeppni 2012!
Það er Haraldur Franklín Magnús, GR, sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Haraldur Franklín hafði betur í viðureigninni gegn Hlyn Geir Hjartarson, GOS, vann úrslitaleikinn 2&0. Í keppninni um 3. sætið hafði Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, betur gegn Rúnari Arnórssyni, GK, 2&1.
Þetta er 3. sigur hins 21 ára Haraldar Franklín á Eimskipsmótaröðinni, en hann sigraði á Símamótinu á Hvaleyrinni nákvæmlega fyrir ári síðan þ.e. 24. júní 2011, þannig að þessi dagur virðist vera einstakur happadagur fyrir Harald Franklín. Eins vann Haraldur Franklín á Mótaröðinni á Hellu, haustið 2010.
Haraldur Franklín er einn af okkar allra bestu kylfingum. Hann á að baki farsælan feril í unglingagolfinu og hefir staðið sig vel og oft best allra íslenskra þátttakenda á mótum erlendis. Haraldur Franklín heldur í bandaríska háskólagolfið í haust, en hann hefir ákveðið að spila með golfliði Mississippi State.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024