Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2012 | 17:15

Eimskipsmótaröðin (3): Haraldur Franklín Magnús Íslandsmeistari í holukeppni 2012!

Það er Haraldur Franklín Magnús, GR,  sem er nýr Íslandsmeistari í holukeppni 2012. Haraldur Franklín hafði betur í viðureigninni gegn Hlyn Geir Hjartarson, GOS, vann úrslitaleikinn 2&0.  Í keppninni um 3. sætið hafði Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, betur gegn Rúnari Arnórssyni, GK, 2&1.

Þetta er 3. sigur hins 21 ára Haraldar Franklín á Eimskipsmótaröðinni, en hann sigraði á Símamótinu á Hvaleyrinni nákvæmlega fyrir ári síðan þ.e. 24. júní 2011, þannig að þessi dagur virðist vera einstakur happadagur fyrir Harald Franklín. Eins vann Haraldur Franklín á Mótaröðinni á Hellu, haustið 2010.

Haraldur Franklín er einn af okkar allra bestu kylfingum.  Hann á að baki farsælan feril í unglingagolfinu og hefir staðið sig vel og oft best allra íslenskra þátttakenda á mótum erlendis. Haraldur Franklín heldur í bandaríska háskólagolfið í haust, en hann hefir ákveðið að spila með golfliði Mississippi State.