GKS: Jóhann Már sigraði í Tunnumótinu
Tunnumótið fór fram á Siglufirði í gær, 1. júní 2012 „í sól og brakandi blíðu“ að því er segir á heimasíðu GKS. Þátttakendur voru 16. Spiluð var punktakeppni með forgjöf og urðu helstu niðurstöður þessar: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS 7 F 20 18 38 38 38 2 Ólafur Þór Ólafsson GKS 15 F 19 17 36 36 36 3 Ingvar Kristinn Hreinsson GKS 12 F 16 19 35 35 35 4 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 24 F 18 16 34 34 34 5 Ólafur Haukur Kárason GKS 14 F 13 19 32 32 32 6 Petrún Lesa meira
LPGA: Ai Miyazato sigraði á Walmart NW Arkansas Championship
Svona getur golfleikurinn verið grimmur stundum. Nýliðinn á LPGA, Veronica Felibert, var búin að vera í forystu tvo fyrstu dagana á Walmart NW Arkansas Championship, sem fram fór á Pinnacle golfvellinum í Rogers, Arkansas og lauk seint í gærkvöldi. Fyrir lokahringinn átti Veronica 4 högg á þær tvær sem næstar komu, þær Inbee Park frá Suður-Kóreu og Mika Miyazato frá Japan, 5 högg á Ai Miyazato frá Japan og 6 högg á Azahöru Muñoz. Samt lentu þessar 4 allar í sætum á undan Felibert! Leikar fóru svo að Ai Miyazato sigraði á samtals 12 undir pari, samtals 201 höggi (68 68 65) og 2. sætinu deildu landa hennar Mika Miyazato Lesa meira
PGA: Tiger í sigraði á AT&T National!!! Hápunktar og högg 4. dags
Það var Tiger Woods sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T National mótinu, sem fram fór á hinum gríðarlega erfiða Congressional velli í Bethesda, Maryland. Þetta er 3. sigur hans á árinu og sá 74. á ferlinum á PGA Tour. Skorin endurspegla erfiðleikastuðul vallarins en Tiger sigraði á 8 undir pari, samtals 276 höggum (72 68 67 69). Hann átti 2 högg á þann, sem næstur kom, Bo Van Pelt, sem spilaði á samtals 6 undir pari, samtals 278 höggum (67 73 67 71). Í 3. sæti varð Adam Scott (með Steve Williams á pokanum) á samtals 5 undir pari, 279 höggum og fjórir deildu 4. sæti á samtals á Lesa meira
GA: Þórir læknir fór holu í höggi á Króknum
Þórir Vilhjálmur Þórisson, læknir, (GA), fór holu í höggi á 3.braut, þ.e. „Veðramótum“ á Hlíðarendavelli í gær, laugardaginn 30.júní 2012. Atburðurinn átti sér stað á Norðurlandsmótaröðinni, en í hollinu með Þóri voru þeir Víðir Steinar Tómasson (GA) og Hjörtur Geirmundsson (GSS). Draumahöggið kom á 12. holu hringsins sem er 149 metrar og sló Þórir með 6 járni. Boltinn skoppaði einu sinni á flötinni og hvarf síðan. Upphaflega hélt Þórir að kúlan hefði farið yfir flötina og leitaði því þar að henni. Víðir sagðist hins vegar hafa séð hana fara í holuna og athugaði hvort kúlan væri þar, og reyndist svo vera. Þetta er í fyrsta skipti sem Þórir fer holu í Lesa meira
Evróputúrinn: Jamie Donaldson sigraði á Opna írska
Það var Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna írska. Þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni af 255 tilraunum. Donaldson lauk keppni á samtals 18 undir pari, 270 höggum, spilaði glæsilegt golf en allir hringir hans voru undir 70 höggum (68 67 69 66). Besta hring sinn, spilaði hann í dag, lokahringinn. Donaldson lauk keppni með stæl var á 66 höggum, fékk 8 fugla og 2 skolla. Öðru sætinu deildu Rafael Cabrera-Bello frá Gran Canaria (71 67 70 66); Fabrizio Zanotti frá Paraguay (69 71 68 66) og Anthony Wall frá Englandi (67 71 67 69); allir á samtals 14 undir pari, samtals 274 höggum og Lesa meira
Flottustu WAGs-in í golfinu – myndasería
WAGs er stytting úr ensku á Women and Girlfriends þ.e. eiginkonur og kærestur. WAGs-in sem hér verður fjallað um eru eiginkonur og kærestur kylfinganna á PGA. Hver skyldi nú þykja flottust? Það skal látið liggja milli hluta hér, en meðal þeirra sem hljóta mestu umfjöllun fjölmiðla eru Alexandra Brown, kæresta Rickie Fowler og Ana Ivanovic, kæresta Adam Scott. Þær komast þó ekki í hálfkvisti við Caroline Wozniacki, kærestu nr. 2 á heimslista bestu kylfinga, sem þó er engin mynd er af í myndaseríunni hér að neðan. Til þess að sjá myndaseríu með nokkrum WAGs SMELLIÐ HÉR:
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (3. grein af 34): Mireia Prat
Mireia Prat fæddist 14. október 1989 í Torelló á Spáni og er því 22 ára. Mireia gerðist atvinnumaður í golfi í janúar 2012. Hún var ein af þeim 6 stúlkum, sem var í 29. sæti á lokaúrtökumóti í Q-school LET og tapaði í umspili um þau tvö kort fyrir fullum keppnisrétti að LET, keppnistímabilið 2012, sem eftir voru. Mireia byrjaði að spila golf 10 ára og segir fjölskyldu sína og liðsfélaga í spænska landsliðinu hafa haft mest áhrif á golf sitt. Helstu afrek sem áhugamanns eru eftirfarandi: Mireia sigraði á Finnish International Championship 2008-2009. Síðan vann hún silfurmedalíuna í European Ladies Amateur Team Championship 2010-2011. Mireia er svo með ágætis Lesa meira
Saga Golfklúbbs Hellu í 60 ár – GHR í 60 ár (3. hluti af 12) – tekið saman af Ólafi Stolzenwald
Átján holu völlurinn og uppbygging hans – Aðeins tveir 18 holu vellir á landinu komnir í spilun Um 1983 hófst síðan uppbygging formlega á vellinum eins og hann er í dag. Á landinu voru þá eingöngu tveir átján holu vellir, Grafarholt og Jaðarsvöllur. Sem dæmi var Hvaleyrin tólf holur og menn að skoða stækkunarmöguleika Leirunnar á þessum tímamótum. Það var því ansi stórt skref að fara í stækkun vallar hjá litlum landsbyggðarklúbbi . Líklega voru flestir félagsmenn sáttir við níu holu völl en enn var það drifkraftur Hermanns að átján holu draumurinn yrði að veruleika. Einnig var gengið frá leigusamningi sama ár við Landgræðslu ríkisins og Rangárvallahrepp. Landgræðslan lagði til Lesa meira
GK: Henning Darri spilaði á 68 á Meistaramóti Keilis!!! Setti nýtt vallarmet karla af bláum!!!
Henning Darri Þórðarson, er nýkominn af Finnish International Junior Championship, í Vierumäki, í Finnlandi þar sem hann stóð sig vel…. og er strax tekinn til við að spila á Meistaramóti Keilis, sem hófst í dag. Henning Darri spilaði glæsilegt golf í dag, þó ekki hafi hann byrjað vel á 1. holu, þar sem hann fékk skolla. En síðan tók við góður kafli: Henning Darri fékk 1 örn (á 7. holu) og 3 fugla á næstu 8 holum. Í Sandvíkinni var hann óheppinn að fá skolla, en síðan fékk hann fugl á 12., sem margir eiga í nokkrum vandræðum með, enda hallar öll brautin til hægri í átt að sjó og Lesa meira
Þegar lagt er undir í golfi…..
Ég átti eitt sinn spilafélaga sem elskuðu að leggja undir eina pylsu per hring. Við 3 spiluðum saman upp á hvern einasta dag og sá sem tapaði varð að kaupa pylsu og kók handa hinum tveimur. 600 kr. varð sá að blæða sem tapaði, per dag. Pylsukeppnin gerði golfleikinn aðeins meira spennandi! Reyndar gerðist það sama þegar ég var pöruð með klúbbfélögum í Killeen Castle, (Jack Nicklaus golfvellinum þar sem Solheim keppnin fór fram 2011). Meðal þess, sem kom mest á óvart var að spilafélagar mínir þar, 3 írskar konur í eldri kantinum, vildu endilega leggja undir pening um hvort ég fengi fugl á seinni 9 eða ekki. Þær ögruðu Lesa meira










