Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2012 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (3. grein af 34): Mireia Prat

Mireia Prat fæddist 14. október 1989 í Torelló á Spáni og er því 22 ára. Mireia gerðist atvinnumaður í golfi í janúar 2012.  Hún var ein af þeim 6 stúlkum, sem var í 29. sæti á lokaúrtökumóti í Q-school LET og tapaði í umspili um þau tvö kort fyrir fullum keppnisrétti að LET, keppnistímabilið 2012, sem eftir voru.

Mireia byrjaði að spila golf 10 ára og segir fjölskyldu sína og liðsfélaga í spænska landsliðinu hafa haft mest áhrif á golf sitt.

Helstu afrek sem áhugamanns eru eftirfarandi: Mireia sigraði á Finnish International Championship 2008-2009. Síðan vann hún silfurmedalíuna í European Ladies Amateur Team Championship 2010-2011.

Mireia er svo með ágætis styrktarsamning við spænska golffataframleiðandann Ocho Golf.

Loks má hér sjá viðtal sem tekið var við Mireiu af blaðamanni LET Access. SMELLIÐ HÉR: