Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2012 | 21:15

Evróputúrinn: Jamie Donaldson sigraði á Opna írska

Það var Wales-verjinn Jamie Donaldson, sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna írska. Þetta er fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni af 255 tilraunum. Donaldson lauk keppni á samtals 18 undir pari, 270 höggum, spilaði glæsilegt golf en allir hringir hans voru undir 70 höggum (68 67 69 66). Besta hring sinn, spilaði hann í dag, lokahringinn. Donaldson lauk keppni með stæl var á 66 höggum, fékk 8 fugla og 2 skolla.

Öðru sætinu deildu Rafael Cabrera-Bello frá Gran Canaria (71 67 70 66); Fabrizio Zanotti frá Paraguay (69 71 68 66) og Anthony Wall frá Englandi (67 71 67 69); allir á samtals 14 undir pari,  samtals 274 höggum og allir 4 höggum á eftir sigurvegaranum Jamie Donaldson.

Hér skal loks getið nokkurra þekktra nafna og sætin sem þeir lentu í á Opna írska 2012: Írinn Pádraig Harrington varð  T-7 á samtals 12 undir pari;  Rory McIlroy varð T-10 á samtals 11 undir pari;  Graeme McDowell varð T-16 á samtals 10 undir pari og sigurvegari á Opna breska 2011, Darren Clarke varð T-39 á samtals 4 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti á Opna írska SMELLIÐ HÉR: