Henning Darri Þórðarson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2012 | 15:00

GK: Henning Darri spilaði á 68 á Meistaramóti Keilis!!! Setti nýtt vallarmet karla af bláum!!!

Henning Darri Þórðarson, er nýkominn af Finnish International Junior Championship, í Vierumäki, í Finnlandi þar sem hann stóð sig vel…. og er strax tekinn til við að spila á Meistaramóti Keilis, sem hófst í dag. Henning Darri spilaði glæsilegt golf í dag, þó ekki hafi hann byrjað vel á 1. holu, þar sem hann fékk skolla.  En síðan tók við góður kafli: Henning Darri fékk 1 örn (á 7. holu) og 3 fugla á næstu 8 holum.  Í Sandvíkinni var hann óheppinn að fá skolla, en síðan fékk hann fugl á 12., sem margir eiga í nokkrum vandræðum með, enda hallar öll brautin til hægri í átt að sjó og margir sem missa boltann sinn niður hallann. Henning Darri lauk síðan hringnum með skolla á 16. og virðist  því hafa átt í svolitlum vandræðum með par-3 holurnar á seinni 9.

En þegar upp er staðið fékk Henning Darri 1 örn, 4 fugla og 3 skolla á hringnum frábæra og 3 undir pari staðreynd – GLÆSILEG 68 HÖGG!!!! Frábært hjá Henning Darra!!! 68 högg er nefnilega nýtt vallarmet karla af bláum!

En stákarnir í Keili eru býsna góðir og Henning Darri er þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu að fá verðuga samkeppni. Í 2. sæti er nefnilega sigurvegari í strákaflokki á 3. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Korpunni, Atli Már Grétarsson, GK, sem spilaði líka frábært golf – var á 1 undir pari, 70 höggum!

….og í 3. sæti er síðan Helgi Snær Björgvinsson, á 1 yfir pari, 72 höggum.  Það er ótrúlegt að þarna séu 13-14 ára strákar á ferð! Sannarlega efnilegir og miklir framtíðarmenn!!!

Sjá má stöðuna í strákaflokki á Meistaramóti Keilis eftir 1. dag í heild hér fyrir neðan:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 D5 D6 D7 Alls Mismunur
1 Henning Darri Þórðarson GK 2 F 32 36 68 -3 68 68 -3
2 Atli Már Grétarsson GK 6 F 35 35 70 -1 70 70 -1
3 Helgi Snær Björgvinsson GK 8 F 36 36 72 1 72 72 1
4 Aron Skúli Ingason GK 8 F 41 35 76 5 76 76 5
5 Gísli Þorgeir Kristjánsson GK 11 F 40 36 76 5 76 76 5
6 Alex Daði Reynisson GK 13 F 43 40 83 12 83 83 12
7 Aron Atli Bergmann Valtýsson GK 11 F 41 42 83 12 83 83 12
8 Bjarki Geir Logason GK 7 F 41 42 83 12 83 83 12
9 Stefán Ingvarsson GK 14 F 43 42 85 14 85 85 14
10 Ólafur Andri Davíðsson GK 17 F 42 43 85 14 85 85 14
11 Enok Birgisson GK 17 F 44 45 89 18 89 89 18
12 Sverrir Kristinsson GK 11 F 45 45 90 19 90 90 19
13 Arnar Gauti Arnarsson GK 21 F 49 45 94 23 94 94 23
14 Þór Breki Davíðsson GK 21 F 48 48 96 25 96 96 25
15 Daníel Ísak Steinarsson GK 13 F 50 49 99 28 99 99 28
16 Smári Snær Sævarsson GK 25 F 46 54 100 29 100 100 29
17 Viktor Helgi Benediktsson GK 14 F 50 55 105 34 105 105 34