Þegar lagt er undir í golfi…..
Ég átti eitt sinn spilafélaga sem elskuðu að leggja undir eina pylsu per hring. Við 3 spiluðum saman upp á hvern einasta dag og sá sem tapaði varð að kaupa pylsu og kók handa hinum tveimur. 600 kr. varð sá að blæða sem tapaði, per dag. Pylsukeppnin gerði golfleikinn aðeins meira spennandi!
Reyndar gerðist það sama þegar ég var pöruð með klúbbfélögum í Killeen Castle, (Jack Nicklaus golfvellinum þar sem Solheim keppnin fór fram 2011). Meðal þess, sem kom mest á óvart var að spilafélagar mínir þar, 3 írskar konur í eldri kantinum, vildu endilega leggja undir pening um hvort ég fengi fugl á seinni 9 eða ekki. Þær ögruðu mér sögðust hafa tröllatrú á seinni 9 á vellinum sínum, miðað við spil mitt á fyrri 9 og forgjöf mína (þá fgj. 24) og sagnir um að ég hefði sjaldan fengið fugl á ferlinum sögðust þær telja að ég gæti ekki fengið fugl – völlurinn væri einfaldlega það góður! En þær töpuðu… auðvitað fékk ÉG fugl. Eða töpuðu þær ? – Ég hugsa ég hafi aldrei spilað eins gott golf og þær nutu góðs af því! – Pundið (ekki einu sinni andvirði einnar íslenskrar pylsu) sem lagt var undir, var sársaukalaust af hálfu allra að leggja undir og fuglinn á 14. á Killeen nokkuð sem lifir að eilífu í minningunni!!!
En hvernig er það skyldu atvinnukylfingar leggja eitthvað undir þegar þeir eru að keppa?
Það var gaman að rekast á þessa sögu, um þegar þar var komið að „norsku frænku okkar” Suzann Pettersen var farið að leiðast á seinni 9 á 2. hring Walmart NW Arkansas Championship í gær. Hún stakk því upp á það við spilafélaga sinn, Brittany Lang að þær skyldu fara í „fuglakeppni.” Lang átti að borga $ 20 fyrir hvern fugl sem Suzann fékk og öfugt. Þetta var slæmur „díll” því Lang fékk 5 fugla og örn á seinni 9, en Suzann aðeins 3 fugla og því $80 í skuld við Brittany Lang! „Hún sagði við mig að hún myndi aldrei aftur spila um peninga því hún fékk 3 fugla á 9 holum og var eftir sem áður $80 í skuld!“ sagði Brittany Lang kát eftir hringinn.
Lang átti frábæran hring spilaði á 8 undir pari, kom í hús á 63 höggum og er T-4, 5 höggum á eftir Veronicu Felibert frá Venezuela, en Suzann var á 2 undir pari, 69 höggum og er T-19 á samtals 3 undir pari.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024