Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2012 | 07:00

PGA: Tiger í sigraði á AT&T National!!! Hápunktar og högg 4. dags

Það var Tiger Woods sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T National mótinu, sem fram fór á hinum gríðarlega erfiða Congressional velli  í Bethesda, Maryland.  Þetta er 3. sigur hans á árinu og sá 74. á ferlinum á PGA Tour.

Skorin endurspegla erfiðleikastuðul vallarins en Tiger sigraði á 8 undir pari, samtals 276 höggum (72 68 67 69). Hann átti 2 högg á þann, sem næstur kom, Bo Van Pelt, sem spilaði á samtals 6 undir pari, samtals 278 höggum (67 73 67 71).

Í 3. sæti varð Adam Scott (með Steve Williams á pokanum) á samtals 5 undir pari, 279 höggum  og fjórir deildu 4. sæti á samtals á 4 undir pari, þ.e. þeir Jhonattan Vegas frá Venezuela, nýliðinn Seung-Yul Noh, sjóliðsforinginn Billy Hurley III og Robert Garrigus.

Til þess að sjá úrslitin að öðru leyti á AT&T mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á AT&T mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á AT&T mótinu, fuglapútt sem Tiger Woods átti á par-4, 15. holunni  SMELLIÐ HÉR: