Fleyg orð kylfinga á föstudagskvöldi
Hér fara ýmis fleyg orð og skemmtilegar tilvitnanir ýmissa þekktra og ekki svo þekktra kylfinga: „Þegar það er hvasst á St. Andrews eru jafnvel mávarnir fótgangandi“ Nick Faldo „Ég er svo mikið úti í skógi að ég er farinn að geta sagt fyrir um hvaða plöntur eru ætar og hverjar ekki!“ Lee Trevino „Að vinna í golfsveiflunni er eins og að strauja skyrtu. Maður er varla búinn með eina hlið þá krumpast hin.“ Tom Watson Golf er … fullkomið, reglubundið brjálæði … og dýrt afbrigði marmarakúluspils“ Gilbert Keith Chesterton Í Japan er trúa heimamenn, byggt á reynslu þeirra af golfsvæðum Ástrala, Ný-Sjálendinga og þeirra sem koma frá Hawaii, að Golf Lesa meira
LET: Caroline Masson leiðir í Suður-Afríku
Í dag hófst í Selborne Park Golf Club í Kwa-Zulu Natal í Suður-Afríku, South-African Women´s Open. Það er þýski kylfingurinn Caroline Masson, sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag. Hún spilaði fyrsta dag á 3 undir pari 69 höggum. „Þetta var ekki auðvelt, en kylfuberinn minn sem var heimamaður hjálpaði mér mikið við vindáttirnar. Ég var inni á flöt á tilskyldum höggafjölda oftsinnis og gæti hafa sett niður fleiri pútt, en ég var mjög ánægð með þennan opnunarhring.“ Fjórar deila 2. sætinu frönsku stúlkurnar Julie Greciet og Joanna Klatten og svissneska stúlkan Anaïs Maggetti og „heimakonan“ Stacy Lee Bregman. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Kwa-Zulu Natal SMELLIÐ Lesa meira
Evróputúrinn: Molinari og Norén leiða þegar Opna skoska er hálfnað
Francesco Molinari og afmæliskylfingur gærdagsins Alexander Norén deila forystunni þegar Opna skoska er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari; Molinari (62 70) og Norén (66 66). Aðeins 1 höggi á eftir eru Matteo Manassero og Argentínumaðurinn Ricardo Gonzales á 11 undir pari samtals. Í 5. sæti er síðan kylfingur sem ekki hefir heyrst mikið frá í lengri tíma Indverjinn SSP Chowrasia á samtals 10 undir pari (67 67). Tíu kylfingar deila síðan 6. sæti á samtals 9 undir pari, þ.á.m. Martin Kaymer (67 68) og Luke Donald (67 68). Til þess að sjá stöðuna þegar Opna skoska er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ian Stanley Palmer – 13. júlí 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Ian Stanley Palmer, frá Suður-Afríku. Hann er fæddur 13. júlí 1957 og á því 55 ára afmæli í dag. Palmer gerðist atvinnumaður í golfi 1981 og hefir síðan þá bæði sigraði á Sólskinstúrnum þ.e. 3 sinnum og á Evróputúrnum, tvisvar. Í Suður-Afríku er hann í hinum fræga golfklúbbi Bloemfontein. Hann kvæntist konu sinni Louise 1987 og eiga þau tvö börn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sóley Elíasdóttir Sumarlína Ehf (83 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga Lesa meira
GÓS: Guðrún Ásgerður Jónsdóttir og Jón Jóhannsson klúbbmeistarar Golfklúbbsins Ós
Það eru Guðrún Ásgerður Jónsdóttir og Jón Jóhannsson sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Ós 2012. Golfklúbburinn Ós er á Blönduósi. Þátttakendur í Meistaramóti GÓS 2012 voru 10 og sá kylfingur, sem var á besta skorinu var Guðrún Ásgerður. Hún spilaði hringina 3 á samtals 266 höggum (88 85 83) og átti 13 högg á þann sem næstur var klúbbmeistara karla hjá GÓS 2012, Jón Jóhannsson (99 95 85). Úrslit á Meistaramóti Golfklúbbsins Ós 2012 voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur 1 Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 14 F 39 44 83 13 88 95 83 266 56 2 Lesa meira
Ólafur Björn með glæsiörn á Hvaleyrinni í morgun
Ólafur Björn fékk glæsiörn á 1. braut Hvaleyrarvallar, braut sem nefnist Alfaraleið á undankeppninni fyrir Evrópumót karlalandsliða. Hann kom í hús í dag á 1 yfir pari. Íslenska liðið er sem stendur í 4. sæti, en 3 efstu lið komast áfram í aðalkeppnina, sem fram fer í Danmörku að ári. Þegar þetta er ritað kl. 13:30 hefir Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilað best allra í íslenska liðinu, en enn á eftir að ljúka leik. Fylgjast má með stöðunni á 2. degi European Men´s Challenge Trophy með því að SMELLA HÉR:
Úrslit á Evrópumóti eldri kylfinga í Zagreb – karlar 55+
Þá hafa 55 ára landslið LEK lokið keppni á 32. Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fór í Zagreb í Króatíu. Mótinu lauk í gær og er óhætt að segja að bæði lið hafi staðið sig með mikilli prýði. A-liðið endaði í 6. sæti með 947 högg og B-liðið endaði í 8. sæti með 935 högg nettó. Vann liðið sig upp um fjögur sæti síðasta daginn. Öll úrslit má sjá á eftirfarandi tenglum: Árangur liða í Meistarakeppninni í höggleik án forgjafar. Árangur einstakra keppenda í höggleik án forgjafar. Árangur liða í Bikarkeppninni í höggleik með forgjöf. Árangur einstakra keppenda í höggleik með forgjöf. Sjá má myndir frá mótinu í Zagreb á Lesa meira
GK: 12 ára strákur Aron Atli Bergmann Valtýsson fór holu í höggi!!!
Hann Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK, er aðeins 12 ára gamall. Hann spilar m.a. á Áskorendamótaröð Arion banka, þar sem hann hefir staðið sig vel í sumar (varð m.a. í 2. sæti eftir umspil á 3. móti Áskorendmótaraðarinnar í Grindavík) og eins tók hann þátt í nýafstöðnu Meistaramóti Golfklúbbsins Keilis. Í gær var Aron Atli á Hvaleyrarvelli og fór holu í höggi á 6. braut!!! Glæsilegur árangur það hjá efnilegum kylfingi GK! Golf 1 óskar Aroni Atla innilega til hamingju með draumahöggið!
GG: Guðjón Einarsson fyrstur til að fara holu í höggi á nýjum 18 holu Húsatóftavelli!!!
Fyrstur til að fara holu í höggi á nýjum 18 holu Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga var fyrrverandi vallarstjóri GG, Guðjón Einarsson. Draumahöggið kom á sjöundu braut, en það er glæsileg ný braut í hrauninu 120 metra löng af gulum teigum. Guðjón var að vonum ánægður með afrekið enda komin í hóp einherja. Golf 1 óskar Guðjóni innilega til hamingju með draumahöggið!
Höfuðfat Ben Crane á John Deere Classic
Höfuðfat grínistans Ben Crane á John Deere Classic mótinu, sem hófst í Illinois í Bandaríkjunum í gær hefir vakið nokkra athygli en það er svo stórt að Crane lítur út eins og mannleg regnhlíf eða blóm úr fjarlægð … smokkalegt var álit enn annars, fannst Crane allur líta út eins og einn allsherjar risasmokkur, sem smokkaðist eftir golfvellinum! Það eina sem aumingja Crane er að gera er að verjast miskunnarlausri sólinni sem skín á allt, brennandi heit. Skiptar skoðanir eru um fagurfræðilegt gildi gripsins, sem barðastóri golfhatturinn er: sumum finnst nýjasti fylgihlutur Crane smart, öðrum finnst þetta herfilega kerlingalegt, ekkert töff við hann! Crane hefir ekki átt sjö dagana sæla, Lesa meira









