Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 18:34

GL: Valdís Þóra Jónsdóttir og Helgi Dan Steinsson klúbbmeistarar GL 2012

Það eru Valdís Þóra Jónsdóttir og Helgi Dan Steinsson, sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbsins Leynis á Akranesi 2012. Helgi Dan spilaði hringina 4 á samtals 15 yfir pari, 303 höggum (76 75 79 73) og átti 4 högg á þann sem varð í 2. sæti Stefán Orra Ólafsson. Valdís Þóra var á besta skorinu í mótinu samtals 302 höggum (76 84 79 73)!!! Hún átti nokkuð mörg högg á systur sína Friðmey Jónsdóttur, sem varð í 2. sæti í kvennaflokki. Í ár voru 95 þátttakendur í Meistaramóti GL og úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 17:55

Evróputúrinn: Francesco Molinari með nauma forystu fyrir lokadag Opna skoska

Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari hefir nauma forystu fyrir lokahring Opna skoska. Hann er búinn að spila á -17 undir pari, samtals 199 höggum (62 70 67). „Golfið mitt og spilaform verða sífellt betra og betra,“ sagði Francesco eftir hringinn í dag. „Augljóslega er þetta góður tími til að vera að spila vel og ég verð bara að bíða og sjá hvernig gengur á morgun.“ „En hvernig sem allt fer þá veit ég að ég mun spila vel á Lytham (á Opna breska) þannig að þetta er bara að halda áfram að gera meira af því sama og sjá hvað gerist.“ „Ég hugsa að í augnablikinu, er augljóslega fyrsta markmið mitt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 17:15

Það munaði 12 höggum… íslenska karlalandsliðið komst ekki áfram

Það munaði 12 höggum að íslenska karlalandsliðinu tækist að verða 1 af 3 liðum í undankeppninni á Hvaleryrinni, sem spilar á Evrópumóti karlalandsliða í Danmörku á næsta ári.  European Men´s Challenge Trophy er nú lokið. Þau 3 lið sem komust áfram voru lið Englendinga, sem urðu í 1. sæti og lið Hollendinga, sem voru í 2. sæti og lið Portúgala, sem urðu í 3. sæti. Golfklúbburinn Keilir og GSÍ stóðu í alla staði vel að mótinu og var öll framkvæmd mótsins til fyrirmyndar. Úrslit í liðakepninni voru eftirfarandi: 1. England 352-358-344 -11 2. Holland 355-359-355 -1 2. Portúgal 361-353-362 +11 4. Ísland 361-365-361 +22 5. Belgía 368-366-368 +37 6. Slóvakía Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 16:45

Afmæliskylfingur dagsins: Erica Blasberg – 14. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Erica Blasberg.  Erica var fædd í Orange, Kaliforníu, 14. júlí 1984 og hefði átt 28 ára afmæli í dag, en hún dó langt um aldur fram fyrir 2 árum,  9. maí 2010. Dauðsdagi hennar þótti dularfullur, m.a. vegna aðkomu heimilislæknis hennar, sem talið var að hún hefði átt í ástarsambandi við. Læknirinn hlaut m.a. dóm fyrir að fjarlægja sjálfsmorðsbréf og lyf, sem voru við lík Ericu. Úrskurðað var að hún hefði framið sjálfsmorð. Erica ólst upp í Corona og var í Corona High í Kaliforníu, þar sem hún lék m.a. í strákagolfliðinu vegna þess að ekkert stúlknalið var í skólanum. Á háskólaárum sínum spilaði hún í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 15:45

LET: Klatten, Masson, Montgomery og Simon deila efsta sæti í Kwa-Zulu Natal eftir 2. dag

Það eru 4 stúlkur sem deila 4. sæti eftir 2. dag South African Women´s Open.  Það eru franska stúlkan Joanna Klatten, þýska stúlkan Caroline Masson, sem leiddi eftir gærdaginn, enska stúlkan Danielle Montgomery og „heimakonan“ Asleigh Simon. Allar hafa þær spilað á sléttu pari eftir dagana 3 þ.e. 144 höggum, hver. Ein þeirra fjögurra, sem eru í forystu, Danielle Montgomery er einna þekktust fram til þessa fyrir að hafa setið fyrir í eftirmynd af frægri mynd, sem Jan Stephenson sat fyrir á, á 8. áratug síðustu aldar, en þar „baða þær sig“ báðar í baðkeri fullu af golfboltum.  Danielle lét taka meðfylgjandi mynd af sér fyrir frægt dagatal sem ástralskir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 12:15

GKB: Jóhann Steinsson fór holu í höggi!

Þann 11. júlí s.l. fór Jóhann Steinsson, félagi í Golfklúbb Kiðjabergs, holu í höggi á 16. braut. Notaði hann 5-járn til að ná þessu draumahöggi, en þetta er í fyrsta skipti sem hann nær þessum áfanga sem alla kylfinga dreymir um að ná. Jóhann er líklega sá félagi sem spilað hefur flesta hringi á Kiðjabergsvelli undanfarin ár enda spilar hann nær daglega og helst snemma dags, áður en trafíkin byrjar á vellinum. Þetta er fyrsta „hola í höggi“ á Kiðjabergsvelli, sem vitað er um nú í sumar. Golf 1 óskar Jóhanni innilega til hamingju með draumahöggið! Heimild: Myndir og ofangreindur texti: GKB

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 12:00

„Stúlkurnar okkar“ töpuðu í morgun fyrir Austurríkismönnum í C-riðli á European Girls Team Championship

Stúlkurnar okkar, sem taka þátt í Evrópumóti landsliða eða European Girls Team Championship, töpuðu í morgun fyrir liði Austurríkismanna. Austurríki er þar með komið í 1. sæti riðilsins. Íslenska liðið er í 2. sæti, því það vann lið Slóvakíu, sem er í 3. sæti og Wales-verjar reka lestina í 4. sæti. Liðunum 20, sem þátt taka í mótinu, var skipti í riðla í gær, eftir 2. dag mótsins og íslenska liðið spilaði í C-riðli, því raðað var eftir því hvernig stúlkurnar stóðu sig í höggleik fyrstu 2 daga mótsins, en Ísland var í 18. sæti eftir 2 mótsdaga. Í íslenska stúlknalandsliðinu eru þær: Anna Sólveig  Snorradóttir, GK; Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 10:45

England í forystu eftir 2. dag European Men´s Challenge Trophy á Hvaleyrinni

Öðrum degi á EM karlalandsliða  lauk á Hvaleyravelli í gær, en það voru Portúgalar sem léku best allra liða, voru á 2 undir pari eða á 353 höggum.  Það voru nokkuð erfiðar aðstæður á vellinum í gær eftir að vindurinn fór að blása, en vindur fór í 7-8 m á sek auk þess sem völlurinn er þurr eftir rigningaleysið undanfarnar vikur. Íslenska liðið lék ekki sitt besta golf í dag en strákarnir okkar komu inn á 10 höggum yfir pari eða á 365 höggum. Það er því á brattann að sækja ef takast á að tryggja eitt af þremur efstu sætunum.  Það eru Englendingar sem leiða mótið þeir eru sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2012 | 10:20

PGA: Troy Matteson leiðir þegar John Deere mótið er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Bandaríkjamaðurinn Troy Matteson er enn í forystu á John Deere Classic eftir 2. dag mótsins. Hann er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 129 höggum (61 68).  Sjá má viðtal við Matteson með því að SMELLA HÉR:  Öðru sætinu deila Jeff Maggert og Brian Harman, en þeir eru 1 höggi á eftir Matteson. Í 4. sæti eru 4 kylfingar, tveimur höggum á eftir Troy Matteson, en það eru þeir JJ Henry, Gary Christian, Ricky Barnes og Robert Garrigus. Áttunda sætinu deila síðan 3 aðrir kylfingar Steve Stricker, Tommy Biershenk og Lee Janzen, allir á 10 undir pari, samtals 132 höggum, hver. Í 11. sæti koma svo 7 kylfingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 22:25

GB: Bjarki Pétursson og Fjóla Pétursdóttir eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2012

Það eru Bjarki Pétursson og Fjóla Pétursdóttir sem eru klúbbmeistarar Golfklúbbs Borgarness 2012. Þetta er 4. árið í röð sem Bjarki verður klúbbmeistari og er þetta einstaklega glæsilegur árangur hjá honum!!!  Bjarki spilaði samtals á 5 undir pari, 279 höggum (72 70 65 72) og átti m.a. glæsihring 65 högg !!! þriðja mótsdag á Hamarsvelli. Eins fór Bjarki holu í höggi á 14. braut og var þetta í 2. sinn á ferlinum sem Bjarki slær draumahöggið. Í 2. sæti 36 höggum á eftir Bjarka varð Haukur Jónsson. Fjóla spilaði á samtals 391 höggi (96 94 90 91) og átti 9 högg á þá sem varð í 2. sæti Júlíönu Jónsdóttur. Lesa meira