Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 13:30

Ólafur Björn með glæsiörn á Hvaleyrinni í morgun

Ólafur Björn fékk glæsiörn á 1. braut Hvaleyrarvallar, braut sem nefnist Alfaraleið á undankeppninni fyrir Evrópumót karlalandsliða.  Hann kom í hús í dag á 1 yfir pari.  Íslenska liðið er sem stendur í 4. sæti, en 3 efstu lið komast áfram í aðalkeppnina, sem fram fer í Danmörku að ári.

Þegar þetta er ritað kl. 13:30 hefir Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilað best allra í íslenska liðinu, en enn á eftir að ljúka leik.

Fylgjast má með stöðunni á 2. degi European Men´s Challenge Trophy með því að SMELLA HÉR: