Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 08:00

GG: Guðjón Einarsson fyrstur til að fara holu í höggi á nýjum 18 holu Húsatóftavelli!!!

Fyrstur til að fara holu í höggi á nýjum 18 holu Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga var fyrrverandi vallarstjóri GG, Guðjón Einarsson.

Draumahöggið kom á sjöundu braut, en það er glæsileg ný braut í hrauninu 120 metra löng af gulum teigum.

Guðjón var að vonum ánægður með afrekið enda komin í hóp einherja.

Golf 1 óskar Guðjóni innilega til hamingju með draumahöggið!