Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 21:30

Fleyg orð kylfinga á föstudagskvöldi

Hér fara ýmis fleyg orð og skemmtilegar tilvitnanir ýmissa þekktra og ekki svo þekktra kylfinga:

„Þegar það er hvasst á St. Andrews eru jafnvel mávarnir fótgangandi“
Nick Faldo

„Ég er svo mikið úti í skógi að ég er farinn að geta sagt fyrir um hvaða plöntur eru ætar og hverjar ekki!“
Lee Trevino

„Að vinna í golfsveiflunni er eins og að strauja skyrtu. Maður er varla búinn með eina hlið þá krumpast hin.“
Tom Watson

Golf er … fullkomið, reglubundið brjálæði … og dýrt afbrigði marmarakúluspils“
Gilbert Keith Chesterton
Í Japan er trúa heimamenn, byggt á reynslu þeirra af golfsvæðum Ástrala, Ný-Sjálendinga og þeirra sem koma frá Hawaii, að Golf á ensku sé „O-shit!“

K.J. Rabe, höfundarnafn Kurt Jerabek (*1929), austurrískur höfundur; Uppáhaldsþema: Golf.

„Golf sameinar tvenna uppáhaldsiðju Bandaríkjamanna: Langa göngutúra og að slá hluti með staf.“   P.J. O’Rourke

„Sveiflan mín er alveg sú sama og fyrir 20 árum. Mismunurinn felst í því að boltarnir fljúga á allt aðra staði.“
Lee Trevino

„Við skulum ekki látast: Leikurinn fer að 95% fram í höfðinu. Þegar einhver spilar illa golf þarfnast hann ekki golfkennara heldur sálfræðings.
Tom Murphy

„Ég verð veikur af golfvallararkítektum. Þeir geta sjálfir ekkert í golfi og hanna vellina því þannig að aðrir geti heldur ekki spilað á þeim!“
Sam Snead

Hlátur er smyrsl fyrir sálina – golf eyðileggur allt aftur!
Michel Monnard

„Ef þið viljið virkilega verða betri í golfi, spólið aftur og byrjið fyrr!“
Henry Beard

„Hversvegna ég spila með nýjum pútter? Vegna þess að sá gamli gat ekki synt.“
Craig Stadler

„Góðan kylfing þekkir maður á því hversu brúnn hann. Litarraftið segir nefnilega til um hversu miklum tíma hann ver á brautum og flötum – en ekki undir trjánum.“
Lee Trevino

„Ég get strax sagt fyrir um hvort einhver er sigurtýpa eða „looser“ – byggt á hegðun hans á golfvellinum.“
Donald Trump

„Ég vildi að brautirnar væri þrengri. Þá yrðu allir nema ég að spila úr karganum!
Severiano Ballesteros

„Verið ákveðin! Röng ákvörðun er í raun ekki eins slæm og óákveðni!“
Bernhard Langer

„Eini munurinn á atvinnumanni og áhugamanni er sá að högg sem leitar til hægri hjá atvinnumanninum heitir Fade en er nefnt Slæs hjá áhugakylfingnum.“
Peter Jacobson

„Af hverju á maður að æfa, þegar maður er að spila vel? Og hvers vegna þegar maður spilar illa – maður græðir ekkert á því að æfa slæma sveiflu.“
Fred Couples

„Stand back ladies, I’m taking out my driver.“
Óþekktur

Þegar það rignir og eldingar ljósta held ég 1-járninu mínu upp til himins. Jafnvel Guð getur ekki hitt 1-járnið!
Lee Trevino

Ég hræðist ekki dauðann, en ég er hræddur við þessi 1-meters pútt fyrir pari.
Chi Chi Rodriguez