Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 10:15

GK: 12 ára strákur Aron Atli Bergmann Valtýsson fór holu í höggi!!!

Hann Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK, er aðeins 12 ára gamall.

Hann spilar m.a. á Áskorendamótaröð Arion banka, þar sem hann hefir staðið sig vel í sumar (varð m.a. í 2. sæti eftir umspil á 3. móti Áskorendmótaraðarinnar í Grindavík) og eins tók hann þátt í nýafstöðnu Meistaramóti Golfklúbbsins Keilis.

Í gær var Aron Atli á Hvaleyrarvelli og fór holu í höggi á 6. braut!!!  Glæsilegur árangur það hjá efnilegum kylfingi GK!

Golf 1 óskar Aroni Atla innilega til hamingju með draumahöggið!