Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 10:45

Úrslit á Evrópumóti eldri kylfinga í Zagreb – karlar 55+

Þá hafa 55 ára landslið LEK lokið keppni á 32. Evrópumóti eldri kylfinga sem fram fór í Zagreb í Króatíu. Mótinu lauk í gær og er óhætt að segja að bæði lið hafi staðið  sig með mikilli prýði. A-liðið endaði í 6. sæti með 947 högg og B-liðið endaði í 8. sæti með 935 högg nettó. Vann liðið sig upp um fjögur sæti síðasta daginn.

Öll úrslit má sjá á eftirfarandi tenglum:

Árangur liða í Meistarakeppninni í höggleik án forgjafar.

Árangur einstakra keppenda í höggleik án forgjafar.

Árangur liða í Bikarkeppninni í höggleik með forgjöf.

Árangur einstakra keppenda í höggleik með forgjöf.

Sjá má myndir frá mótinu í Zagreb á heimasíðu LEK, sem komast má inn á með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: LEK