Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2012 | 07:45

Höfuðfat Ben Crane á John Deere Classic

Höfuðfat grínistans Ben Crane á John Deere Classic mótinu, sem hófst í Illinois í Bandaríkjunum í gær hefir vakið nokkra athygli en það er svo stórt að Crane lítur út eins og mannleg regnhlíf eða blóm úr fjarlægð … smokkalegt var álit enn annars, fannst Crane allur líta út eins og einn allsherjar risasmokkur, sem smokkaðist eftir golfvellinum!

Ben Crane á 1. hring John Deere Classic

Það eina sem aumingja Crane er að gera er að verjast miskunnarlausri sólinni sem skín á allt, brennandi heit.

Skiptar skoðanir eru um fagurfræðilegt gildi gripsins, sem barðastóri golfhatturinn er:  sumum finnst nýjasti fylgihlutur Crane smart, öðrum finnst þetta herfilega kerlingalegt, ekkert töff við hann!

Crane hefir ekki átt sjö dagana sæla, því í samanburði við hljómsveitarfélaga sína í Golf Boys bliknar hann: Rickie Fowler vann fyrsta mótið sitt á PGA Tour í Wells Fargo, Hunter Mahan er heimsmeistari í holukeppni í ár og Bubba Watson sigraði s.s. allir muna á The Masters risamótinu  2012.

En hvað gerir Crane á John Deere fyrir utan að vekja athygli á sér með hattskrípi?

Hann deilir sem stendur 10. sæti á John Deere og er til alls vís. Tekst honum að sigra á sunnudaginn?  Við bíðum spennt!!!