Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 21:30

Afmæliskylfingur dagsins: Ben Hogan – 13. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er einn besti kylfingur allra tíma, Ben Hogan.  Ben var fæddur 13. ágúst 1912 og hefði átt 100 ára stórafmæli í dag. Ben Hogan dó 25. júlí 1997, 84 ára eða á 85. aldursári. Ben Hogan gerðist atvinnumaður 1930 og hætti keppni 1971 eftir 41 árs farsælan feril. Hann var  einkum þekktur fyrir fallega golfsveiflu sína. Ben Hogan sigraði 68 sinnum á atvinnumannsferli sínum þar af 64 sinnum á PGA Tour og situr í 4. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð.  Hogan vann 9 risamótstitla á ferli sínum. Hann fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1974. Hann vann auk þess til allra helstu verðlauna og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 12:50

LPGA: So Yeon Ryu sigraði á Jamie Farr Toledo Classic

Það var So Yeon Ryu sem sigraði á Jamie Farr Toledo Classic mótinu sem fram hefir farið s.l. 4 daga í Highland Meadows golfklúbbinum í Sylvanía í Ohio. Og Ryu sigraði með stæl.  Hún spilaði lokahringinn á 62 glæsihöggum, missti hvergi högg fékk 9 frábæra fugla – þar af 5 fugla í röð á fyrstu 5 holum seinni 9 (þ.e. 10.-14. holu)!!!! Samtals lauk hún keppni á 20 undir pari (67 68 67 62) og átti 4 högg á bandarísku stúlkuna Angelu Stanford sem varð í 2. sæti. Þriðja sætinu deildu suður-kóreönsku stúlkurnar Inbee Park og Chella Choi á 12 undir pari, hvor. Bandaríska stúlkan Jennie Lee og enn ein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 12:30

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 1. deild karla – Sveit GKG-inga Íslandsmeistarar!!!

Í 1. deild karla í ár í Sveitakeppni GSÍ kepptu sveitir eftirfarandi klúbba: GK, GKG, GKJ, GL, GR, GS, GSE og GV. Keppnin fór fram á Hólmsvelli í Leiru. Sveit GKG vann nokkuð sannfærandi sigur í úrslitaviðureigninni við GSE, 4&1. Segja má að  GSE, sé sú sveit sem hafi komið  hvað mest á óvart. Sveit GSE tókst aðeins að sigra í 1 leik gegn fyrnasterkri sveit GKG en Helgi Birkir Þórisson, GSE vann Guðjón Henning Hilmarsson 1&0. GK og GR mættust í viðureigninni um 3. sætið og þar hafði GR betur 3&2. Í leik um 5. sætið sigraði sveit heimamanna í GS, sveit GKJ 3&2 og í leik um 7. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 12:00

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 1. deild kvenna – GR-ingar Íslandsmeistarar 3. árið í röð!!!

Sveitir í 1. deild kvenna spiluðu á Garðavelli á Akranesi. Sveitir sem voru í 1. deild í ár eru: GA, GK, GKG, GKJ GR, GS, GVG og NK. Það voru sveitir GR og GK sem spiluðu til úrslita og má með sanni segja að sterkustu kvenkylfingar landsins hafi mættst í þeim leik, Margfaldir Íslandsmeistarar og klúbbmeistarar í báðum sveitum. Eftir leiki í tvímenningunum var allt jafnt. Tinna Jóhannsdóttir, GK vann Berglindi Björnsdóttur, GR 5&4 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK vann Sunnu Víðisdóttur 3&2. Í liði GR vann Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK 3&2 og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR vann Signýju Arnórsdóttur, GK 1&0. Úrslitin réðust í fjórmenningnum og það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 11:00

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 2. deild karla – GÓ og NK spila í 1. deild á næsta ári!!!

Sveitir 2. deildar karla spiluðu á Hamarsvelli í Borgarnesi. Sveitirnar sem spiluðu í 2. deild í ár voru GA, GB, GH, GJÓ, GKB, GO, GÓ, NK. Það voru sveitir Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Nesklúbbsins sem spiluðu til úrslita. Leikar fóru svo að sveit GÓ sigraði með 3 vinningum gegn 2 sveita NK. Jón Gústaf Pétursson, GÓ og Grímur Þórisson, GÓ sigruðu þá Odd Óla Jónasson,NK og Stein Baug Gunnarsson, NK í fjórmenningi 3&1. Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ vann Guðmund Örn Árnason, NK  2&1 og Sigurbjörn Þorgeirsson vann Eið Ísak Broddason, NK, 6&5.  Þess mætti geta að sveit GÓ vann alla sína leiki í sveitakeppninni og var því með fullt hús stiga. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 10:00

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 3. deild karla – GHR og GÖ spila í 2. deild á næsta ári

Sveitir 3. deildar karla spiluðu í Öndverðarnesinu. Í 3. deild í ár voru sveitir GG, GHR,GÍ, GMS GN, GOB, GSG og heimamenn í GÖ. Það var sveit GHR, skipuð þeim Andra Má Óskarssyni, klúbbmeistara GHR 2012, Einari Long, Jóni Þorsteini Hjartarsyni og Þóri Bragasyni sem kom sveitinni upp í 2.deild nú á afmælisári GHR, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu í ár. Úrslitaleikurinn við GÖ vannst sannfærandi 3-0 (eða m.ö.o. fjórmenningurinn og báðir leikir í tvímenningunum). Sveit GÖ mun hins vegar einnig spila í 2. deild á næsta ári. Sveit Golfklúbbs Grindavíkur varð í 3. sæti vann sveit GN með 2 1/2 vinningi gegn 1/2 vinningi Norðfirðinga. Sá sem halaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 09:20

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 4. deild karla – Sveitir GHG og GVG spila í 3. deild á næsta ári!!!

Það voru heimamenn í GHG sem sigruðu á heimavelli sínum, hinum fagra og skemmtilega Gufudalsvelli og spila í 3. deild að ári. Úrslitaleikurinn var leikinn við Golfklúbbinn Vestarr á Grundarfirði (GVG) og fór 2-1.  GHG og GVG spila því í 3. deild, 2013! Golfklúbburinn Geysir (GEY) varð í 3. sæti eftir leik um það sæti við Golfklúbb Selfoss (GOS). Leikurinn fór 2-1.  Golfklúbburinn Hamar á Dalvík (GHD) og Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS)  spiluðu um 5. sætið  og vann GHD 2-1. Loks kepptu Golfklúbburinn Tuddar (GOT) og Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO) um 7.-8. sætið og þar höfðu Bolvíkingar betur 3-0.  Báðar sveitur eru þó fallnar í 4. deild. Leikfyrirkomulagi í 4. deild sveitakeppni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 08:30

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 5. deild karla – GÞ og GÞH spila í 4. deild að ári! Björgvin Jóhannesson fór holu í höggi og Guðbjörn Ólafsson setti nýtt vallarmet

Sveitakeppni GSÍ í fimmtu deild karla fór fram á golfvelli GKV laugardaginn, 11. ágúst s.l.. Logn og léttur úði var á laugardeginum og greip mótsstjórn til þess ráðs að spila báðar umferðirnar eða alls 36 holur á laugardeginum. Í 5. deild karla í ár spiluðu 6 sveitir í ár: GHH, GKS, GKV, GVS, GÞ og GÞH. Eftir fyrri umferðina skyldi 1 högg að efstu þrjár sveitirnar. Rétt til þátttöku áttu Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, Golfklúbbur Þorlákshafnar, Golfklúbbur Hafnar í Hornafirði, Golfklúbbur Víkur í Mýrdal og Golfklúbburinn Þverá, Hellishólum. Keppnisfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og mátti hver sveit tefla fram fimm keppendum og töldu fjögur bestu skor. Hola í höggi og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 07:00

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 2. deild kvenna – GSS og GO spila í 1. deild að ári!

Merkilegt hversu lítið golffréttamiðlar hafa látið sig varða Sveitakeppni GSÍ – 2. deild kvenna!!!  Í öllum úrslitaflaumi sumra miðla er ekki einu orði minnst á konurnar í 2. deild!!! Fyrr er fjallað um 5. deild karla!!! Það voru 8 sveitir sem kepptu í sveitakeppni 2. deildar kvenna í ár: GSS, GO, GL, GMS, GÓ, GP, GOS og GHG. Spilað var á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði. Leiknir voru 2 hringir í höggleik og töldu 4 bestu skor hverrar sveitar hvorn daginn, sem síðan var lagt saman í eitt heildarskor.  Sigurvegari í ár var Sveit GSS þ.e. Golfklúbbs Sauðárkróks og taldi skor hvers liðsmanns sveitarinnar!  Sveit GSS ásamt þeirri sveit sem varð í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 23:00

PGA: Rory McIlroy sigraði á 2. risamóti sínu!!!

Rory McIlroy bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína á PGA Championship. Hann var rétt í þessu að rúlla upp 2. risamóti sínu, PGA Championship.  Rory var á samtals 13 undir pari, 275 höggum (67 75 67 66). Lægsti hringur hans var lokahringurinn í dag, 6 undir pari, 66 högg.  Rory lék hreint frábært golf, skilaði „hreinu“ skorkorti með 6 fuglum. Frábært! Í 2. sæti heilum 8 höggum á eftir Rory var Englendingurinn David Lynn á samtals 5 undir pari. Tiger lauk leik í 11. sæti, sem hann deildi með 6 öðrum góðum kylfingum þ.á.m. Adam Scott. Til þess að sjá úrslitin á PGA Championship 2012 SMELLIÐ HÉR: