Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 12:50

LPGA: So Yeon Ryu sigraði á Jamie Farr Toledo Classic

Það var So Yeon Ryu sem sigraði á Jamie Farr Toledo Classic mótinu sem fram hefir farið s.l. 4 daga í Highland Meadows golfklúbbinum í Sylvanía í Ohio. Og Ryu sigraði með stæl.  Hún spilaði lokahringinn á 62 glæsihöggum, missti hvergi högg fékk 9 frábæra fugla – þar af 5 fugla í röð á fyrstu 5 holum seinni 9 (þ.e. 10.-14. holu)!!!! Samtals lauk hún keppni á 20 undir pari (67 68 67 62) og átti 4 högg á bandarísku stúlkuna Angelu Stanford sem varð í 2. sæti.

So Yeon Ryu

Þriðja sætinu deildu suður-kóreönsku stúlkurnar Inbee Park og Chella Choi á 12 undir pari, hvor. Bandaríska stúlkan Jennie Lee og enn ein suður-kóreönsk IK Kim deildu síðan 5. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Jamie Farr Toledo Classic SMELLIÐ HÉR: