Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 11:00

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 2. deild karla – GÓ og NK spila í 1. deild á næsta ári!!!

Sveitir 2. deildar karla spiluðu á Hamarsvelli í Borgarnesi. Sveitirnar sem spiluðu í 2. deild í ár voru GA, GB, GH, GJÓ, GKB, GO, GÓ, NK.

Það voru sveitir Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Nesklúbbsins sem spiluðu til úrslita. Leikar fóru svo að sveit GÓ sigraði með 3 vinningum gegn 2 sveita NK. Jón Gústaf Pétursson, GÓ og Grímur Þórisson, GÓ sigruðu þá Odd Óla Jónasson,NK og Stein Baug Gunnarsson, NK í fjórmenningi 3&1. Fylkir Þór Guðmundsson, GÓ vann Guðmund Örn Árnason, NK  2&1 og Sigurbjörn Þorgeirsson vann Eið Ísak Broddason, NK, 6&5.  Þess mætti geta að sveit GÓ vann alla sína leiki í sveitakeppninni og var því með fullt hús stiga.

Leikirnir sem NK vann voru eftirfarandi: Rúnar Geir Gunnarsson, NK vann Heiðar Davíð Bragason, GÓ, 4&3 og Dagur Jónasson vann Sigurð Pétursson 1&0.

Það eru sveitir GÓ og NK sem spila í 1. deild að ári.

Það voru GJÓ og GH sem spiluðu um 3. sætið og þar vann sveit GJÓ 3&2. Í leik um 5. sætið hafði sveit heimamanna í GB betur gegn sveit GKB 3&2. Sveit GO vann hins vegar sveit GA nokkuð örugglega 4&1 í leik um 7. sætið, en báðar sveitir eru fallnar í 3. deild.

Úrslitin í 2. deild karla í Sveitakeppni GSÍ eru því eftirfarandi:

1. sæti Golfklúbbur Ólafsfjarðar
2. sæti Nesklúbburinn
3. sæti Golfklúbburinn Jökull
4. sæti Golfklúbbur Húsavíkur
5. sæti Golfklúbbur Borgarnes
6. sæti Golfklúbbur Kiðjabergs
7. sæti Golfklúbburinn Oddur
8. sæti Golfklúbbur Akureyrar