GKG og GR Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ
Sveitakeppni GSÍ fór fram um helgina víða um land. Golfklúbbur Kópavogs bar sigur úr býtum í 1. deild karla sem fram fór á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. GKG lagði Golfklúbbinn Setberg í úrslitaleik með fjórum vinningum gegn einum. Golfklúbbur Reykjavíkur varð í þriðja sæti eftir sigur á Golfklúbbnum Keili í leik um bronsið. Golfklúbburinn Leynir og Golfklúbbur Vestmannaeyja fengu það hlutskipti að falla niður um deild og leika í 2. deild karla á næstu leiktíð. Golfklúbbur Ólafsfjarðar og Nesklúbburinn leika í 1. deild að ári eftir að hafa orðið í tveimur efstu sætunum í 2. deild karla. Í 1. deild kvenna varði Golfklúbbur Reykjavíkur titil sinn eftir sigur á Golfklúbbnum Lesa meira
PGA: Tiger á enn möguleika… á 15. risamótstitli sínum!
Tiger á enn möguleika á 15. risamótstitli sínum. Í morgun kláruðust leikir 3. umferðar á PGA Championship risamótinu og sá sem er með afgerandi forystu er Rory McIlroy á samtals 7 undir pari. Tiger sem átti afleita byrjun í gær fékk 3 skolla á fyrstu 7 holunum lauk leik á 74 höggum, 2 yfir pari og er nú á samtals 2 undir pari (69 71 74). Leikur hans hefir farið síversnandi en hann á enn möguleika. Á seinni 9 á 3. hring í morgun varð hann að vinna upp afglöp gærdagsins og náði skori upp á 2 undir pari, 34 högg „Ég barðist fyrir að koma tilbaka,“ sagði hann. Tiger Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Sandholt – 12. ágúst 2012
Það er Gunnar Magnús Sandholt, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar er fæddur 12. ágúst 1949 og er því 63 ára í dag. Gunnar er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (73 ára)…. og ….. Oddný Sturludóttir (36 ára) Ingunn Steinþórsdóttir (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Steve Stricker færist nær takmarki sínu
Steve Stricker var næstum of upptekinn af því að hugsa um Ryder Cup í gær til þess að taka eftir því hversu mjög hann jók líkur sínar á því að sigra á 94. PGA Championship. Næstum of. „Já, það er í huga mér,“ sagði Stricker, sem geystist upp skortöfluna til þess að nálgast markmið sitt um að hljóta eitt af 8 sjálfkrafa sætum sem í boði eru í bandaríska Ryder Cup liðinu, en val í liðið er 2 ára ferli, sem lýkur á Ocean golfvellinum á PGA Championship mótinu. Ef honum tekst ekki að ná markmiði sínu verður hann að treysta á að Davis LoveIII velji hann í liðið. Stricker sem Lesa meira
Úrslit eftir 2. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild kvenna: Sveit GK vann alla leiki sína!
Í 1. deild kvenna er spilað er á Garðavelli á Akranesi (hjá GL) Fyrsta deildin skiptist í A- og B-riðil og fóru 3. umferð fram í gær, en 4. umferð féll niður vegna slæms veðurs, þ.e. hvassviðris og rigningar. Úrslitin í 3. umferð voru eftirfarandi: A-Riðill (Í þeim riðli keppa GKG, GR, GS og GVG ) Sveit GS vann sveit GVG 4-1. Eini sigur GVG var 2&1 sigur Dóru Henriksdóttur, GVG á Rakel Guðnadóttur, GS. GR vann sveit GKG 3,5-1.5 Það var allt jafnt í leik Sunnu Víðisdóttur, GR og Særósar Evu Óskarsdóttur, GKG. Auk þess vann sveit GKG fjórmenninginn en þar sigruðu María Málfríður Guðnadóttir og Ingunn Einarsdóttir þær Höllu Lesa meira
LPGA: Fjórar frá Suður-Kóreu í forystu í Ohio eftir 3. dag
Það eru 4 kylfingar frá Suður-Kóreu, sem eru í forystu fyrir lokahring Jamie Farr Toledo Classic mótsins, en það fer fram á golfvelli Highland Meadow golfklúbbsins í Sylvanía, Ohio. Það eru þær IK Kim, Jiyai Shin, Hee Kyung Seo og So Yeon Ryu. Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir er forystukona gærdagsins, sem líka er frá Suður-Kóreu Chella Choi ásamt löndu sinni Inbee Park og Mika Miyazato frá Japan. Það er ekki fyrr en í 8. sæti sem stúlkur frá löndum utan Suður-Kóreu eru í meirihluta en þar eru bandarísku kylfingarnir Jacqui Concolino og Angela Stanford og hin sænska Pernilla Lindberg, sem leiddi 1. daginn auk að vísu Lesa meira
Úrslit eftir 2. dag í sveitakeppni GSÍ – 1. deild karla
Það voru erfiðar aðstæður í Leirunni á 2. degi sveitakeppni GSÍ, þegar 3. og 4. umferð voru leiknar í gær. Það var hvasst og rigningin lamdi sveitarmeðlimi. Í 3. umferð fóru leikar svo: A-Ríðill (Í þeim riðli keppa GR,GS, GSE og GV) Helstu úrslit dagsins voru þau að sveit GSE sigraði sveit GS 3-2 og sveit GR vann sveit GV 3-2. Staðan eftir 3. umfeðr í A-riðli: 1. sæti GSE (vann 3 sveitir og 10 leiki af 15) 2. sæti GR ( vann 2 sveitir og 10 leiki af 15) 3. sæti GS (vann 1 sveit og 5 leiki af 15) 4. sæti GV (tapaði fyrir 3 sveitum og vann 5 leiki af 15) ——————————————————————- B-Riðill (Í þeim riðli keppa Lesa meira
PGA: Rory og Vijay leiða þegar PGA Championship er frestað vegna veðurs á 3. degi
Stormurinn sem reið yfir Kiawah Island í Suður-Karólínu og varð til þess að fresta varð PGA Championship risamótinu á 3. mótsdegi hafði a.m.k. tvennt í för með sér: hann batt endi á frábæra byrjun Rory McIlroy (sem aðeins tókst að klára að spila 9 holur og leiðir eftir 3. dag ásamt Vijay Singh, sem kláraði að spila 7 holur) og batt jafnframt endi í bili á hrapi Tiger Woods niður skortöfluna, (en Tiger, sem náði að spila 7 holur fékk 3 skolla á 4., 5. og 7. holu og fór úr 1. sætinu niður í 11. sæti). Þegar leikur var stöðvaður voru RoryMcIlroy og Vijay Singh báðir á samtals 6 undir Lesa meira
Axel í 8.-12. sæti á Evrópumóti einstaklinga
Axel Bóasson, GK, lauk leik á 70 höggum, 2 undir pari á International European Amateur Championship eða Evópumóti einstaklinga, sem fram hefir farið á Montgomerie golfvelli, Carton House á Írlandi, en lauk í. Axel fékk 6 glæsifugla og 4 skolla. Axel lauk leik á samtals 5 undir pari, 283 höggum (71 74 68 70). Þessi árangur varð til þess að dag Axel hlaut 8.-12. sætið, en því deildi hann með 4 öðrum kylfingum !!! Glæsilegt hjá Axel, sem sýnir með þessu að hann er einn af okkar albestu kylfingum !!! Til þess að sjá úrslitin á International European Amateur Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Rögnvaldur Magnússon – 11. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Rögnvaldur Magnússon. Rögnvaldur er fæddur 11. ágúst 1984 og er því 28 ára í dag. Hann var í Golfklúbbi Bolungarvíkur (GBO), en er nú í næsta bæ við, GO. Rögnvaldi hefir gengið vel á ýmsum opnum mótum, sigraði m.a. Opna Afmælismót GVS á glæsilegum 69 höggum, 5. maí s.l.! Hann útskrifaðist sem PGA kennari í sumar. Rögnvaldur er trúlofaður Birnu Pálsdóttur og á dótturina Elínbetu Líf. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Rögnvaldur Magnússon (28 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lori Garbacz, 11. ágúst 1958 (54 ára); Grant Osten Waite, 11. ágúst Lesa meira








