Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 07:00

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 2. deild kvenna – GSS og GO spila í 1. deild að ári!

Merkilegt hversu lítið golffréttamiðlar hafa látið sig varða Sveitakeppni GSÍ – 2. deild kvenna!!!  Í öllum úrslitaflaumi sumra miðla er ekki einu orði minnst á konurnar í 2. deild!!! Fyrr er fjallað um 5. deild karla!!!

Það voru 8 sveitir sem kepptu í sveitakeppni 2. deildar kvenna í ár: GSS, GO, GL, GMS, GÓ, GP, GOS og GHG. Spilað var á Skeggjabrekkuvelli á Ólafsfirði. Leiknir voru 2 hringir í höggleik og töldu 4 bestu skor hverrar sveitar hvorn daginn, sem síðan var lagt saman í eitt heildarskor.  Sigurvegari í ár var Sveit GSS þ.e. Golfklúbbs Sauðárkróks og taldi skor hvers liðsmanns sveitarinnar!  Sveit GSS ásamt þeirri sveit sem varð í 2. sæti, sveit GO, Golfklúbbsins Odds, spilar að ári í 1. deild kvenna í sveitakeppni GSÍ. Aðeins voru 3 högg sem skyldi sveitirnar að.

Í 3. sæti varð sveit Golfklúbbsins Leynis á Akranesi, með nýbakaðan Íslandsmeistara kvenna í höggleik, Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL innanborðs en hún var jafnframt á lægsta skori allra þátttakenda og sú eina sem spilaði Skeggjabrekkuvöll (par-66) undir 70 höggum, þ.e. 3 yfir pari fyrri daginn, 69 höggum.  Frábær leikur Valdísar Þóru nægði þó ekki til að fleyta sveit GL í 1. deild og munaði þar 11 höggum, en þau högg töpuðust hjá sveit GL einkum á fyrri degi keppninnar.

Önnur úrslit voru þau að sveit GMS varð í 4. sæti; sveit GÓ í 5. sæti; sveit GP í 6. sæti; sveit GOS í 7. sæti og sveit GHG varð í 8. sæti.

Sjá má myndir frá Sveitakeppni í 2. deild kvenna með því að SMELLA HÉR: 

Sigursveit GSS 2012 – Þær spila í 1. deild að ári. F.v.: Árný Lilja Árnadóttir, klúbbmeistari GSS 2012; Sigríður Elín Þórðardóttir, Ragnheiður Matthíasdóttir, Dagbjört Hermundsdóttir og Sigríður Eygló Unnarsdóttir. Mynd: GÓ

1. sæti: Sigursveit GSS 2012 

Árný Lilja Árnadóttir 76 77
Dagbjört Hermundsdóttir 92 94
Ragnheiður Matthíasdóttir 87 84
Sigríður Elín Þórðardóttir 82 79
Sigríður Eygló Unnarsdóttir 91 86

Skor: Fyrri dag: 336 Seinni dag: 326  Samtals: 662

Sveit GO, sem varð í 2. sæti og spilar í 1. deild að ári. F.v.: Sólveig Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Andrea Ásgrímsdóttir – klúbbmeistari GO 2012; Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, Auður Skúladóttir og Guðrún Björg Egilsdóttir. Mynd: GÓ

2. sæti: Sveit GO 
Andrea Ásgrímsdóttir 80 73
Auður Skúladóttir 85 86
Heiður Björk Friðbjörnsdóttir 77 78
Hrafnhildur Guðjónsdóttir 100
Sólveig Guðmundsdóttir 97 95
Guðrún Björg Egilsdóttir 89

Skor: Fyrri dag: 339  Seinni dag: 326  Samtals: 665

Sveit GL, sem varð í 3. sæti. Mynd: GÓ

3. sæti: Sveit GL 
Arna Magnúsdóttir 89 89
Elín Dröfn Valsdóttir 96 88
Friðmey Jónsdóttir 92 82
Valdís Þóra Jónsdóttir 69 70
Þóranna Halldórsdóttir 103 94

Skor: Fyrri dag: 346  Seinni dag: 329  Samtals: 675

Sveit GMS, sem varð í 4. sæti. Mynd: GÓ

4. sæti: Sveit GMS 
Auður Kjartansdóttir 81 85
Elísabet Valdimarsdóttir 98 87
Helga Björg Marteinsdóttir 87 107
Hildur Björg Kjartansdóttir 92 89
Sara Jóhannsdóttir 89 87

Skor: Fyrri dag: 349  Seinni dag: 348  Samtals: 697

Sveit heimakvenna í GÓ, sem varð í 5. sæti. Mynd: GÓ.

5. sæti: Sveit GÓ 
Ásta Andreassen 107 99
Björg Traustadóttir 85 88
Brynja Sigurðardóttir 76 85
Matthea Sigurðardóttir 99 92
Rósa Jónsdóttir 93 105
Sigríður Guðmundsdóttir

Skor: Fyrri dag: 353  Seinni dag: 364  Samtals: 717

Sveit GP, sem varð í 6. sæti. Mynd: GÓ.

Bára Margrét Pálsdóttir 97 92
Anna Jensdóttir 104 98
Brynja Haraldsdóttir 90 88
Björg Sæmundsdóttir 85 84
Thelma Björk Kristinsdóttir 98 108

Skor: Fyrri dag: 370  Seinni dag: 362 Samtals: 732

Sveit GOS, sem varð í 7. sæti. Mynd: GÓ.

7. sæti: Sveit GOS
Guðfinna Þorsteinsdóttir 87 89
Alexandra Eir Grétarsdóttir 86 89
Ástfríður Sigurðardóttir 101 108
Alda Sigurðardóttir 91 82

Skor: Fyrri dag: 365  Seinni dag: 368  Samtals: 733

Sveit GHG, sem varð í 8. sæti. Mynd: GÓ.

8. sæti: Sveit GHG 
Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir 93 89
Elín Hrönn Jónsdóttir 92 101
Harpa Rós Björgvinsdóttir 89 92
Margrét Jóna Bjarnadóttir 92 95
Ásgerður Þórey Gísladóttir 94
Ásta Björg Ásgeirsdóttir 95

Skor: Fyrri dag: 366  Seinni dag: 371  Samtals: 737