Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 3. deild karla – GHR og GÖ spila í 2. deild á næsta ári
Sveitir 3. deildar karla spiluðu í Öndverðarnesinu. Í 3. deild í ár voru sveitir GG, GHR,GÍ, GMS GN, GOB, GSG og heimamenn í GÖ.
Það var sveit GHR, skipuð þeim Andra Má Óskarssyni, klúbbmeistara GHR 2012, Einari Long, Jóni Þorsteini Hjartarsyni og Þóri Bragasyni sem kom sveitinni upp í 2.deild nú á afmælisári GHR, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli sínu í ár. Úrslitaleikurinn við GÖ vannst sannfærandi 3-0 (eða m.ö.o. fjórmenningurinn og báðir leikir í tvímenningunum). Sveit GÖ mun hins vegar einnig spila í 2. deild á næsta ári.
Sveit Golfklúbbs Grindavíkur varð í 3. sæti vann sveit GN með 2 1/2 vinningi gegn 1/2 vinningi Norðfirðinga. Sá sem halaði inn 1/2 vinninginn fyrir GN var Guðgeir Jónsson, en það gerði hann í leik sínum við Jón Júlíus Karlsson, GG.
Golfklúbburinn Mostri í Stykkishólmi (GMS) hafði betur í viðureigninni við Golfklúbb Sandgerðis (GSG) 2-1 og Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ) lagði Golfklúbb Bakkakots (GOB) 2-1. Eftir þessi úrslit var ljóst að GOB væri fallið í 4. deild en GÍ, GMS og GSG voru jöfn að stigum og varð því að fara fram bráðabani, sem spilaður var í formi fjórmennings þar sem allar sveitir sendu 2 leikmenn. Lið GSG fékk skolla á fyrstu holu bráðabanans en lið GÍ og GMS par og því féll GSG.
Það eru því sveitir GOB og GSG, sem spila í 4. deild á næsta ári.
Úrslit í 3. deild karla var eftirfarandi:
1. sæti Golfklúbbur Hellu
2. sæti Golfklúbbur Öndverðarnes
3. sæti Golfklúbbur Grindavíkur
4. sæti Golfklúbbur Norðfjarðar
5. sæti Golfklúbbur Ísafjarðar
6. sæti Golfklúbburinn Mostri
7. sæti Golfklúbbur Sandgerðis
8. sæti Golfklúbbur Bakkakots
Sjá má nokkrar myndir frá Sveitakeppni GSÍ – 3. deild karla í Öndverðarnesinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024