Ásgerður Sverrisdóttir sigraði í Læknamótinu – Fastus
Föstudaginn 10. ágúst s.l. fór fram á Hlíðavelli hjá GKJ, lokað mót – Læknamótið -Fastus, sem eingöngu var ætlað læknum. Þátttakendur voru 16 talsins og þar af aðeins 1 kona, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, krabbameinslæknir. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og það skemmst frá því að segja að ekki þurfti fleiri kvenlækna…. Ásgerður sigraði starfsbræður sína á 36 punktum. Sigur Ásgerðar er einkum glæsilegur í ljósi þess hversu forgjafarlág hún er, var forgjafarlægst af þeim sem þátt tóku, en lágforgjafarkylfingar eiga oft erfitt uppdráttar í punktamótum. Glæsilegt hjá Ásgerði!!! Í 2. sæti varð Guðlaugur B. Sveinsson, GK, húðlæknir aðeins 1 punkti á eftir Ásgerði og í þriðja sæti var Þorbjörn Guðjónsson, GR, hjartalæknir Lesa meira
GKM: Ottó Páll sigraði á Jarðbaðsmótinu í Mývatnssveit
Í gær, mánudaginn 13. ágúst fór fram Jarðbaðsmótið í Mývatnssveit. Mótið er ágætis upphitun fyrir hið vinæla Golf&Gufa mót GKM sem fram fer 1. september í ár og hvetur Golf 1 alla til þess að mæta á eitt allra skemmtilegasta mótið í lok sumars. Í gær voru þátttakendur aðeins 6 og allir úr Golfklúbbi Mývatnssveitar. Leikfyrirkomulag var punktakeppni. Það var Ottó Páll Arnarsson, GKM sem sigraði á 27 punktum. Önnur úrslit voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 1 Ottó Páll Arnarson GKM 26 F 13 14 27 27 27 2 Ellert Rúnar Finnbogason GKM 35 F 13 13 26 26 26 Lesa meira
Gary Nicklaus spilaði á Cherry Hills
Eftir að missa af US Amateur mótinu 1990 í Cherry Hills vegna hjartasjúkdóms, þá var Gary Nicklaus, hin 43 ára sonur golfgoðsagnarinnar, Jack Nicklaus mættur aftur til Colorado í gær, þar sem hann keppir ásamt 311 öðrum kylfingum í US Amateur þessa árs, 22 árum eftir að hann varð að segja sig úr mótinu. Meðal áhorfenda voru foreldrar hans Jack og Barbara Nicklaus, sem horfu á son sinn, Nicklaus yngri, tía upp á 7.378-yarda, par-70 Common Ground golfvellinum, sem ásamt hinum fræga Cherry Hills golfvelli er notaður undir úrtökumótið. „Það voru augljóslega vonbrigði,“ sagði Gary Nicklaus um sjúkdóm sinn, sem varð til þess að hann dró sig úr mótinu fyrir Lesa meira
Sumir ungir kylfingar ekki í vafa með hverjum þeir vilja líkjast!
Ungir kylfingar eiga sér oft sínar fyrirmyndir í golfinu og reyndar er það nokkuð sem seint eldist af kylfingum. Meðal þeirra sem flestir kylfingar líta upp til eru kylfingar á borð við Tiger Woods, því það er ekki annað hægt en að dást að glæsispilamennsku hans. Margir dást að bandaríska kylfingnum Paulu Creamer. Hún er oft uppnefnd „bleiki pardusinn“ vegna þess hversu mjög bleiki liturinn er í uppáhaldi hjá henni. Aðdáendur hennar eru því oftar en ekki þeir sem falla fyrir bleiku. Fyrir þá má sjá eitt stærsta myndasafn, með u.þ.b. 3000 myndum af átrúnaðargoðinu með því að SMELLA HÉR:
Arnór Ingi, Bjarki, Rúnar og Valdís Þóra keppa í Finnlandi á Finnish Amateur Championship
Dagana 16.-18. ágúst fer fram á Hellsingin golfvellinum í Helsinki, Finnlandi: Finnish Amateur Championship. Meðal keppenda eru þau Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR; Bjarki Pétursson GB; Rúnar Arnórsson, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Þetta er alþjóðlegt mót með þátttakendum frá fjölmörgum löndum Evrópu. S Spilaðar verða 36 holur og skorið niður eftir þær og komast aðeins 36 efstu karlarnir og 18 efstu konurnar. Síðan er spilaður úrslitahringur og er mótið því þriggja hringja. Fylgjast má með mótinu og gengi „okkar manna“ með því að SMELLA HÉR:
Afmæli dagsins: GSÍ 70 ára!
Í dag fagnar Golfsamband Íslands að 70 ár eru liðin frá stofnun sambandsins. Föstudaginn 14. ágúst 1942 settust tíu men við borð í golfskála Golfklúbbs Íslands. Þeir voru þangað komnir sem fulltrúar klúbbanna þriggja sem lögðu stund á golfíþróttina til að stofna Golfsamband Íslands. Þetta voru fulltrúar Golfklúbbs Reykjavíkur, Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja. Formaður Golfklúbbs Reykjavíkur sem þá bar nafnið, Golfklúbbur Íslands, Gunnlaugur Einarsson setti þingið með eftirfarandi orðum: “Það er gleðilegt tímanna tákn, á þessum tímum allskonar ástands og margskonar mæðuveiki, að golffélag Íslands skuli hafa bjartsýni til þess, í friði og ró, að tryggja framtíð golfíþróttarinnar á Íslandi. Við skulum allir óska þess og biðja hljóðlátlega, að Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ernie Els (4. grein af 7)
Árin 2003-2005: Hinir 5 stóru Á árinu 2003 varð Ernie Els í fyrsta sinn efstur á stigalista Evróputúrsins. Jafnvel þó að hann léki í færri mótum en samkeppnin, vann Els fjórum sinnum og varð 3 sinnum í 2. sæti. Honum gekk líka vel í Bandaríkjunum, en hann vann á Mercedes Championship og Sony Open og varð meðal 20 efstu í öllum 4 risamótunum þ.á.m. varð hann í 5. sæti á US Open og í 6. sæti bæði á Masters og PGA Championship. Til þess að kóróna allt saman vann Ernie Els heimsmeistaratitilinn í holukeppni í 5. sinn, sem var met. Árið 2003 varð hann í 37. sæti á SABC´s Great Lesa meira
Jaclyn Sweeney sigrar á fyrsta móti sínu á Symetra Tour
Jaclyn Sweeney er fædd 20. júní 1989 í Boston, Massachusetts og því nýorðin 23 ára. Hún býr í Bradenton, Flórída þar sem hún fær bestu golfkennslu í heimi. Hún hefir spilað á Symetra Tour (sem áður hét LPGA Futures Tour) frá árinu 2008 (þ.e. á einstaka móti), en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2010. Nú fyrr í mánuðnum vann hún fyrsta sigur sinn á mótaröðinni á Credit Union Challenge mótinu í Albany, NY, með hringjum upp á 68, 67 and 68. Hún vann með 1 höggi. Besti árangur hennar fram að því var 7. sætið í fyrsta móti Symetra Tour, Sara Bay Classic í byrjun árs. Sweeney gerðist atvinnumaður eftir Lesa meira
10 ótrúlegustu met á PGA Tour – myndskeið
Hvað skyldi nú vera það met á PGA Tour sem mestu undrum sætir, ja er hreint út sagt ótrúlegt? Sam Snead sigraði t.a.m. 8 sinnum á ferli sínum á Greater Greensboro Open mótinu. Hann á líka metið fyrir mesta stöðugleikann. Af 551 móti sem hann spilaði í á ferli sínum á PGA Tour varð hann 358 sinnum meðal 10 efstu í mótunum. Það eru bara 5 kylfinga á PGA mótaröðinni sem tekist hefir að ná skori upp á 59 í PGA móti. Bestu ár Byron Nelson á PGA Tour voru frá 1942-1946 þegar hann var 65 sinnum meðal 10 efstu í mótum PGA Tour í röð, en á þeim tíma Lesa meira
GOS kvartar undan „skrítinni panik ákvörðun“ mótstjórnar í 4. deild í Sveitakeppni GSÍ
Golfklúbbur Selfoss (GOS) er ekki hrifinn af ákvörðun mótsstjórnar 4. deildar í Sveitakeppni GSÍ að stytta mótið úr 18 holu holukeppni í 9 holu, vegna úrhellisrigningar og slæms veður. GOS hefir í framhaldi af þessari ákvörðun sent ínn formlega kvörtun. Ástæður kvörtunarinnar eru listaðar svo á heimasíðu GOS: „Karlasveitin (þ.e. sveit GOS) spilaði í Hveragerði í 4.deild, Sú keppni var vonbrigði frá A – Ö. Öll rigning sumarsins kom saman á Suðurlandi þessa helgina og sérstaklega rigndi mikið í Hveragerði. Keppnin byrjaði vel hjá okkar mönnum og þeir sigruðu sinn riðil, en töpuðu 2-1 á mót Golfklúbbnum Vestarr í leiknum um að komast upp um deild. fresta En staðan var 1-1 Lesa meira








