
Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 1. deild kvenna – GR-ingar Íslandsmeistarar 3. árið í röð!!!
Sveitir í 1. deild kvenna spiluðu á Garðavelli á Akranesi. Sveitir sem voru í 1. deild í ár eru: GA, GK, GKG, GKJ GR, GS, GVG og NK.
Það voru sveitir GR og GK sem spiluðu til úrslita og má með sanni segja að sterkustu kvenkylfingar landsins hafi mættst í þeim leik, Margfaldir Íslandsmeistarar og klúbbmeistarar í báðum sveitum.
Eftir leiki í tvímenningunum var allt jafnt. Tinna Jóhannsdóttir, GK vann Berglindi Björnsdóttur, GR 5&4 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK vann Sunnu Víðisdóttur 3&2.
Í liði GR vann Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK 3&2 og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR vann Signýju Arnórsdóttur, GK 1&0.
Úrslitin réðust í fjórmenningnum og það á síðasta púttinu eins og vera ber í æsispennandi úrslitaleik. Það voru Guðrún Pétursdóttir og Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR sem spiluðu gegn Högnu Kristbjörgu Knútsdóttur og Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GK. Á lokaholunni, en leikurinn fór allt á 19. holu setti Guðrún Pétursdóttir, GR niður 8 metra pútt og sigurinn lenti GR-meginn – úrslitin 3&2. Þess mætti geta að þetta er í 14. sinn af 29 sem Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, verður Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ, með sveit GR.
Í leik um 3. sætið vann GKG sveit NK með 3, 5 vinningi gegn 1,5. Í leik um 5. sætið vann GS, sveit GKJ 3&2 og í leik um 7. sætið vann GA, sveit GVG og spila báðar sveitirnar þ.e. GA og GVG í 2. deild á næsta ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024