Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2012 | 09:20

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 4. deild karla – Sveitir GHG og GVG spila í 3. deild á næsta ári!!!

Það voru heimamenn í GHG sem sigruðu á heimavelli sínum, hinum fagra og skemmtilega Gufudalsvelli og spila í 3. deild að ári. Úrslitaleikurinn var leikinn við Golfklúbbinn Vestarr á Grundarfirði (GVG) og fór 2-1.  GHG og GVG spila því í 3. deild, 2013!

Golfklúbburinn Geysir (GEY) varð í 3. sæti eftir leik um það sæti við Golfklúbb Selfoss (GOS). Leikurinn fór 2-1.  Golfklúbburinn Hamar á Dalvík (GHD) og Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS)  spiluðu um 5. sætið  og vann GHD 2-1. Loks kepptu Golfklúbburinn Tuddar (GOT) og Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO) um 7.-8. sætið og þar höfðu Bolvíkingar betur 3-0.  Báðar sveitur eru þó fallnar í 4. deild.

Leikfyrirkomulagi í 4. deild sveitakeppni GSÍ var breytt þar sem fella þurfti niður leik á laugardeginum sökum mikillar rigningar. Í stað 18 holu holukeppni voru leikir styttir niður í 9 holur.

Úrslit í Sveitakeppni GSÍ – 4. deild karla:
1. sæti Golfklúbbur Hveragerðis (GHG)
2. sæti Golfklúbburinn Vestarr (GVG)
3. sæti Golfklúbburinn Geysir (GEY)
4. sæti Golfklúbbur Selfoss (GOS)
5. sæti Golfklúbburinn Hamar (GHD)
6. sæti Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS)
7. sæti Golfklúbbur Bolungarvíkur (GBO)
8. sæti Golfklúbburinn Tuddi (GOT)

Sjá má myndir frá Sveitakeppni GSÍ – 3. deild karla – á facebook síðu GHG með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má myndir frá Sveitakeppni GSÍ, 3. deild karla – á heimasíðu GVG með því að SMELLA HÉR: