Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2012 | 23:00

PGA: Rory McIlroy sigraði á 2. risamóti sínu!!!

Rory McIlroy bar höfuð og herðar yfir keppinauta sína á PGA Championship. Hann var rétt í þessu að rúlla upp 2. risamóti sínu, PGA Championship.  Rory var á samtals 13 undir pari, 275 höggum (67 75 67 66). Lægsti hringur hans var lokahringurinn í dag, 6 undir pari, 66 högg.  Rory lék hreint frábært golf, skilaði „hreinu“ skorkorti með 6 fuglum. Frábært!

Í 2. sæti heilum 8 höggum á eftir Rory var Englendingurinn David Lynn á samtals 5 undir pari.

Tiger lauk leik í 11. sæti, sem hann deildi með 6 öðrum góðum kylfingum þ.á.m. Adam Scott.

Til þess að sjá úrslitin á PGA Championship 2012 SMELLIÐ HÉR: