Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2012 | 21:00

Gary Nicklaus spilaði á Cherry Hills

Eftir að missa af US Amateur mótinu 1990 í Cherry Hills vegna hjartasjúkdóms, þá var Gary Nicklaus, hin 43 ára sonur golfgoðsagnarinnar, Jack Nicklaus mættur aftur  til Colorado í gær, þar sem hann keppir ásamt 311 öðrum kylfingum í US Amateur þessa árs, 22 árum eftir að hann varð að segja sig úr mótinu.

Gary, 4 ára, ásamt pabba sínum, golfgoðsögninni Jack Nicklaus á PGA Championship 1973.

Meðal áhorfenda voru foreldrar hans Jack og Barbara Nicklaus, sem horfu á son sinn, Nicklaus yngri, tía upp á 7.378-yarda, par-70 Common Ground golfvellinum, sem ásamt hinum fræga Cherry Hills golfvelli er notaður undir úrtökumótið.

„Það voru augljóslega vonbrigði,“ sagði Gary Nicklaus um sjúkdóm sinn, sem varð til þess að hann dró sig úr mótinu fyrir rúmum 2 áratugum síðan. „En að koma aftur 20 árum síðar og fá annað tækifæri, ég er bara mjög ánægður með það.“

Á fyrsta degi, í gær spilaði Nicklaus yngri á 1 yfir pari, 71 höggi og var jafn öðrum í 64. sæti. Það eru 64 efstu sem munu halda áfram að deginum í dag loknum og spila holukeppni. Það lítur ekki vel út fyrir Nicklaus yngri, því hann spilaði á 74 höggum í dag og er á samtals 3 yfir pari.

Sá sem er í efsta sætinu sem stendur er Cheng-Tsung Pan frá Taíwan á samtals 7 undir pari (69 65) og margir á skori undir pari og margir eftir að koma inn.

Til þess að sjá úrslitin á úrtökumótinu í Cherry Hills á US Amateur SMELLIÐ HÉR: