Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2012 | 20:15

Arnór Ingi, Bjarki, Rúnar og Valdís Þóra keppa í Finnlandi á Finnish Amateur Championship

Dagana 16.-18. ágúst fer fram á Hellsingin golfvellinum í Helsinki, Finnlandi: Finnish Amateur Championship.

Meðal keppenda eru þau Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR; Bjarki Pétursson GB; Rúnar Arnórsson, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Þetta er alþjóðlegt mót með þátttakendum frá fjölmörgum löndum Evrópu. S

Spilaðar verða 36 holur og skorið niður eftir þær og komast aðeins 36 efstu karlarnir og 18 efstu konurnar.

Síðan er spilaður úrslitahringur og er mótið því þriggja hringja.

Fylgjast má með mótinu og gengi „okkar manna“ með því að SMELLA HÉR: