Frumlegar teigmerkingar – myndasería
Þeir hjá Golf Digest hafa farið á golfvelli víða um heim og valið 30 frumlegustu teigmerkingarnar. Yfirleitt eru teigmerkingar úr við eða járni og máluð í viðeigandi litum, rauðum, bláum, gulum og hvítum. En frá þessu eru frumlegar undantekningar. Á stórmótum nota styrktaraðilar stórmótanna nefnilega oft teigmerkingarnar til þess að auglýsa sjálfa sig, en nöfn þeirra hljóta oft á tíðum heilmikla auglýsinga af því einu að birtast í nafni mótsins. Til þess að sjá samantekt Golf Digest á frumlegum teigmerkingum SMELLIÐ HÉR:
Olazábal tilnefnir 3 aðstoðarfyrirliða fyrir Ryder Cup
Fyrirliði liðs Evrópu í Ryder Cup, José María Olazábal, hefir tilnefnt Thomas Björn, Darren Clarke og Paul McGinley sem þrjá af 4 varafyfrirliðum sínum fyrir Ryder Cup 2012, sem fram fer nú í ár í Bandaríkjunum í Medinah Country Club, í Chicago, Illinois og stendur yfir 28.-30.september. Björn, Clarke og McGinley hafa sín á milli spilað í 10 Ryder Cup keppnum, og hafa ekki minna en 9 sigra sín á milli í beltinu. Saman eru þeir hæfileikaríkt og reynslumikið bakteymi, en þeir unnu saman þegar Evrópuliðið endurheimti Ryder bikarinn í Celtic Manor Resort í Wales, 2010. Olazábal, sem spilaði í Ryder Cup á árunum 1987-2006 og var varafyrirliði 2008 og 2010 Lesa meira
Röng myndbirting við fréttina um Ásgerði Sverrisdóttir sem vann Læknamótið – Fastus
Golf 1 birti í fyrradag grein um að Ásgerður Sverrisdóttir, GR, hefði sigrað í Læknamótinu – Fastus, þar sem hún var eini kvenþátttakandinn, en sigraði á glæsilegan máta. Það leiða atvik átti sér stað að birt var röng mynd með fréttinni, þ.e. af klúbbfélaga Ásgerðar, Helgu Hilmarsdótttur og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á þessum leiðu mistökum. Hér birtist fréttin að nýju ásamt réttri mynd af Ásgerði. „Föstudaginn 10. ágúst s.l. fór fram á Hlíðavelli hjá GKJ, lokað mót – Læknamótið -Fastus, sem eingöngu var ætlað læknum. Þátttakendur voru 16 talsins og þar af aðeins 1 kona, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, krabbameinslæknir. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og það skemmst frá því að segja að Lesa meira
Birgir Leifur á 69 höggum og í 4. sæti á 1. degi Ecco Tour Championship!!!
Bigir Leifur Hafþórsson, GKG, spilaði frábært golf í dag á 1. degi Ecco Tour Championship. Hann var á 1 undir pari eftir 9 holur, búinn að fá 2 fugla og 1 skolla á fyrstu 9, en Birgir Leifur byrjaði á 1. teig. Eftir 12 holur var hann búinn að spila á 2 höggum undir pari og eftir 15. holu á 3 undir pari og á því skori lauk hann leik á 1. degi. Þrír undir pari, 69 högg – glæsilegt skor hjá Birgi Leif, en hann deilir sem stendur 4. sætinu ásamt 8 öðrum og er aðeins 3 höggum frá þeim sem leiðir, Frakkanum François Delamontagne. Golf 1 óskar Birgi Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og er því 28 ára í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilar hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ nú nýlega. Unnusta Kjartans er Harpa Kristinsdóttir. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst 1873; Katy Harris (nýliði á LPGA 2012) 15. ágúst 1979 (33 ára); Elin Andersson, 15. ágúst 1983 (29 ára) …. og ….. Eggert Valur Guðmundsson (49 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Birgir Leifur á 2 undir pari eftir 12 holur á 1. degi Ecco Tour Championship
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, var meðal þeirra síðustu sem fóru út á 1. degi Ecco Tour Championship. Eftir 12 holur er Birgir Leifur á 2 undir pari, fékk 3 fugla og 1 skolla. Sem stendur deilir hann 10. sætinu ásamt 9 öðrum. Í 1. sæti, sem stendur, er Frakkinn François Delamontagne á 6 undir pari, 66 höggum. Nokkrir eiga þó eftir að ljúka leik og getur því staðan enn breyst. Margt þekktra og sterkra kylfinga tekur þátt í mótinu auk Birgis Leifs, en margir hafa spilað um skeið á Evrópumótaröðinni. Þ.á.m. er heimamaðurinn Andreas Hartö; Mark Tullo frá Chile; Skotinn Lloyd Saltman; Spánverjarnir Alvaro Velasco; Pedro Oriol og Adrian Otaegui Lesa meira
Rory og Tiger mætast í 1 dags holukeppniseinvígi í Kína
Númer 1 í heiminum Rory McIlroy mun mæta 14-földum sigurvegara risamóta Tiger Woods í eins dags holukeppniseinvígi við Jinsha vatn í Kína, var haft eftir skipuleggjendum atburðarins fyrr í dag. Dúó-ið, tveir af frægustu kylfingum heims verða einu keppendur þessa 18 holu viðburðar, sem fram fer í Jinsha Lake Golf Club, í Zhengzhou, höfuðborg Henan-umdæmisins, 29. október n.k. „Þetta er spennandi concept og það verður gaman að mæta Tiger maður á mann,“ sagði hinn 23 ára Rory McIlroy. „Einvígið við Jinsha vatn er það fyrsta þar sem ég og Tiger mætumst í holukeppni, þannig að ég hlakka virkilega til. Ég hef alltaf litið upp til Tiger sem kylfings. Það sem hann hefir Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ernie Els (5. grein af 7)
Árin 2006–2012: Upp úr lægð og 4. risamótstitillinn Í byrjun ársins 2007 var Ernie Els með þriggja ára áætlun til þess að skora Tiger Woods á hólm sem nr. 1 í heiminum. „Ég lít á árið 2007 sem upphaf 3 ára áætlunar þar sem ég helga mig gjörsamlega að nýju að leiknum,” sagði Ernie á opinberri heimasíðu sinni. Þegar aðeins munaði 2 höggum að hann kæmist í gegnum niðurskurð 2007 á Masters, lauk Ernie Els tímabili sem markað var af því að hann hafði náð niðurskurði í 46 mótum í Bandaríkjunum og hófst á The Players Championship og eins hafði hann náð niðurskurði á 82 mótum á Evróputúrnum, en það Lesa meira
GO: Birkir Snær Fannarsson sigraði í Liverpool Open
Laugardaginn 11. ágúst s.l. fór þrátt fyrir miður skemmtilegt veður fram Liverpool Open á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Leikfyrirkomulag var puntkakeppni. Það voru 81 skráðir til keppni og þrátt fyrir slæmt veður luku 77 leik, þar af 7 konur. Birkir Snær Fannarsson, GOS bar sigur úr býtum, hlaut 36 punkta, sem var vel af sér vikið miðað við aðstæður. Önnur úrslit voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +3 1 Birkir Snær Fannarsson GOS 24 F 17 19 36 36 36 2 Páll Antonsson GS 10 F 20 14 34 34 34 3 Nikulás Kristinn Jónsson GO Lesa meira
Birgir Leifur hefur leik á Ecco Tour Championship kl. 12.30 í dag
Í dag hefst Ecco Tour Championship í boði Thomas Björn & Hessel, en mótið er hluti Áskorendamótaraðar Evrópu. Mótið fer fram dagana 15.-18. ágúst í Stensballegaard Golf Klub í Horsens á Jótlandi, um 40 mínútna akstur frá Árhúsum og um 140 km frá þýsku landamærunum. Til þess að komast á heimasíðu Stensballegaard Golf Klub SMELLIÐ HÉR: Í mótinu tekur þátt nýbakaður Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ í karlaflokki 1. deildar Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og fer hann út kl. 12:30 að íslenskum tíma í dag. Golf 1 óskar Birgir Leif góðs gengis í Ecco Tour Championship!!! Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi á Ecco Tour Championship SMELLIÐ HÉR:









