Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2012 | 06:30

10 ótrúlegustu met á PGA Tour – myndskeið

Hvað skyldi nú vera það met á PGA Tour sem mestu undrum sætir, ja er hreint út sagt ótrúlegt? Sam Snead sigraði t.a.m. 8 sinnum á ferli sínum á Greater Greensboro Open mótinu.  Hann á líka metið fyrir mesta stöðugleikann. Af 551 móti sem hann spilaði í á ferli sínum á PGA Tour varð hann 358 sinnum meðal 10 efstu í mótunum.

Það eru bara 5 kylfinga á PGA mótaröðinni sem tekist hefir að ná skori upp á 59 í PGA móti.

Bestu ár Byron Nelson á PGA Tour voru frá 1942-1946 þegar hann var 65  sinnum meðal 10 efstu í mótum PGA Tour í röð, en á þeim tíma tókst honum að sigra 32 sinnum í móti.

Er það mesta metið? Eða er það metið sem Tiger ætlar að verja ævinni í að reyna að slá, met Jack Nicklaus um sigur í 18 risamótum?

Dæmið sjálf í upptalningu á mestu, ótrúlegustu og undraverðustu metunum á PGA Tour í eftirfarandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: