Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2012 | 20:30

Sumir ungir kylfingar ekki í vafa með hverjum þeir vilja líkjast!

Ungir kylfingar eiga sér oft sínar fyrirmyndir í golfinu og reyndar er það nokkuð sem seint eldist af kylfingum. Meðal þeirra sem flestir kylfingar líta upp til eru kylfingar á borð við Tiger Woods, því það er ekki annað hægt en að dást að glæsispilamennsku hans.

Margir dást að bandaríska kylfingnum Paulu Creamer. Hún er oft uppnefnd „bleiki pardusinn“ vegna þess hversu mjög bleiki liturinn er í uppáhaldi hjá henni. Aðdáendur hennar eru því oftar en ekki þeir sem falla fyrir bleiku. Fyrir þá má sjá eitt stærsta myndasafn, með u.þ.b. 3000 myndum af átrúnaðargoðinu með því að SMELLA HÉR: