Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2012 | 07:30

Jaclyn Sweeney sigrar á fyrsta móti sínu á Symetra Tour

Jaclyn Sweeney er fædd 20. júní 1989 í Boston, Massachusetts og því nýorðin 23 ára. Hún býr í Bradenton, Flórída þar sem hún fær bestu golfkennslu í heimi.

Hún hefir spilað á Symetra Tour (sem áður hét LPGA Futures Tour) frá árinu 2008 (þ.e. á einstaka móti), en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2010. Nú fyrr í mánuðnum vann hún fyrsta sigur sinn á mótaröðinni á Credit Union Challenge mótinu í Albany, NY, með  hringjum upp á  68, 67 and 68. Hún vann með 1 höggi.

Besti árangur hennar fram að því var 7. sætið í fyrsta móti Symetra Tour, Sara Bay Classic í byrjun árs.

Sweeney gerðist atvinnumaður eftir farsælan háskólaferil fyrst í Oklahoma State og síðan í Arizona State. Hún var hluti af ASU national championship liðinu árið 2009.

Jaclyn þykir meðal þeirra, sem líklegastar eru til að spila á LPGA á næsta ári.