GOS kvartar undan „skrítinni panik ákvörðun“ mótstjórnar í 4. deild í Sveitakeppni GSÍ
Golfklúbbur Selfoss (GOS) er ekki hrifinn af ákvörðun mótsstjórnar 4. deildar í Sveitakeppni GSÍ að stytta mótið úr 18 holu holukeppni í 9 holu, vegna úrhellisrigningar og slæms veður. GOS hefir í framhaldi af þessari ákvörðun sent ínn formlega kvörtun. Ástæður kvörtunarinnar eru listaðar svo á heimasíðu GOS:
„Karlasveitin (þ.e. sveit GOS) spilaði í Hveragerði í 4.deild,
Sú keppni var vonbrigði frá A – Ö. Öll rigning sumarsins kom saman á Suðurlandi þessa helgina og sérstaklega rigndi mikið í Hveragerði.
Keppnin byrjaði vel hjá okkar mönnum og þeir sigruðu sinn riðil, en töpuðu 2-1 á mót Golfklúbbnum Vestarr í leiknum um að komast upp um deild.
fresta En staðan var 1-1 þegar einn leikur var eftir og það var foursomið sem tapaðist á 11.holu í bráðabana.
Karlasveitin endaði því í 4.sæti.
Mikil rigning setti strik í reikninginn og voru menn kallaðir inn seinni partinn á föstudeginum þar sem flatir urðu mjög blautar og ekki hægt að halda áfram leik.
Mótstjórn tekur síðan ákvörðun á laugardagsmorgun en hellidembuna var um nóttina að öllum leikjum á laugardeginum og breyta mótinu í 9 holu keppni á sunnudeginum.
GOS sendi inn formlega kvörtun vegna þessara skrítnu “panik” ákvörðun mótstjórnar.
Liðsmenn og liðstjóri fannst það ótækt að svona alvöru keppni innan GSÍ og liðsmenn hafa metnað til að fara lengra að mótinu hafi verið breytt í 9 holu keppni án þess að ræða það við liðstjóra liðanna.
Við vissum að það mundi margir fagna því að þurfa bara að spila 9 holur við liðsmenn GOS en miklu meiri möguleiki að vinna í holukeppni 9 holur en 18 holur þar sem reynsla og gæði koma betur í ljós þegar líður á leikina.
GOS reyndi að koma með tillögu hvernig væri hægt að klára keppnina ” eins og menn” en ekki var hlustað á það.“
Heimild: gosgolf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024