Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2012 | 22:45

Ásgerður Sverrisdóttir sigraði í Læknamótinu – Fastus

Föstudaginn 10. ágúst s.l. fór fram á Hlíðavelli hjá GKJ, lokað mót – Læknamótið -Fastus, sem eingöngu var ætlað læknum. Þátttakendur voru 16 talsins og þar af aðeins 1 kona, Ásgerður Sverrisdóttir, GR, krabbameinslæknir. Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni og það skemmst frá því að segja að ekki þurfti fleiri kvenlækna…. Ásgerður sigraði starfsbræður sína á 36 punktum. Sigur Ásgerðar er einkum glæsilegur í ljósi þess hversu forgjafarlág hún er, var forgjafarlægst af þeim sem þátt tóku, en lágforgjafarkylfingar eiga oft erfitt uppdráttar í punktamótum. Glæsilegt hjá Ásgerði!!!

Í 2. sæti varð Guðlaugur B. Sveinsson, GK, húðlæknir aðeins 1 punkti á eftir Ásgerði og í þriðja sæti var Þorbjörn Guðjónsson, GR, hjartalæknir á 31 punkti.

Í 4. sæti varð Steinn Auðunn Jónsson, GR, barnalæknir á 30 punktum og í 5. sæti varð Guðmundur Arason, GÖ, kvensjúkdómalæknir, á 29 punktum. Reyndar varð Börkur Aðalsteinsson, GR, geislalæknir, einnig á 29 punktum en Guðmundur var betri á seinni 9, með 16 punkta.

Önnur úrslit voru eftirfarandi:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls H1
1 Ásgerður Sverrisdóttir GR 4 F 20 16 36 36 36
2 Guðlaugur B Sveinsson GK 7 F 17 18 35 35 35
3 Þorbjörn Guðjónsson GR 7 F 16 15 31 31 31
4 Steinn Auðunn Jónsson GR 5 F 17 13 30 30 30
5 Guðmundur Arason 6 F 13 16 29 29 29
6 Börkur Aðalsteinsson GR 14 F 14 15 29 29 29
7 Einar Einarsson GKG 10 F 13 14 27 27 27
8 Hrafnkell Óskarsson GKB 9 F 13 13 26 26 26
9 Ólafur Z Ólafsson GR 12 F 14 11 25 25 25
10 Gunnar Sigurðsson GO 16 F 12 11 23 23 23
11 Reynir Þorsteinsson GL 11 F 15 8 23 23 23
12 Þráinn Rósmundsson NK 8 F 11 9 20 20 20
13 Jóhann Heiðar Jóhannsson GR 18 F 7 12 19 19 19
14 Tómas Zoéga GKG 17 F 9 10 19 19 19
15 Baldur Tumi Baldursson GKG 18 F 12 6 18 18 18
16 Jón Þrándur Steinsson GK 13 F 10 7 17 17 17