Eimskipsmótaröðin (5): Arnar Snær efstur á Securitas-mótinu eftir 1. dag og setti nýtt vallarmet af hvítum í Kiðjaberginu – 66 högg
Arnar Snær Hákonarson, GR, setti nýtt vallarmet af hvítum teigum í Kiðjaberginu, þar sem 1. dagur, 5. móts í Eimskipsmótaraðarinnar fór fram í dag – Securitas-mótið. Fyrra met áttu Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Örvar Samúelsson, GA, þ.e. 68 högg. Arnar Snær kom í hús á 5 undir pari, 66 höggum. Á hringnum fékk Arnar Snær 5 fugla, tapaði hvergi höggi og skilaði „hreinu“ skolla- og skrambalausu skorkorti, með engu öðru en 5 fuglum og 13 pörum. Fuglarnir komu á 1.; 4. og 13.-15. braut – Glæsilegt! En það voru fleiri að spila geysivel. Andri Þór Björnsson, GR spilaði á 3 undir pari, 68 höggum; fékk 6 fugla og 3 Lesa meira
Valdís Þóra var á 70 höggum á 2. degi Finnish Amateur Championship – er í 3. sæti!!!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, spilaði svo sannarlega glæsigolf í dag á Helsingin golfvellinum í Helsinki á Finnish Amateur Championship. Hún lauk 2. hring á 2 undir pari, 70 höggum!!! Valdís Þóra fékk 3 fugla og 2 skolla á hringnum í dag. Fuglarnir komu á 1., 10. og 12. braut en þær 1. og 12. eru par-5 brautir og 10. er par-4. Skollarnir komu á 8. og 15. braut, sem báðar eru par-4. Samtals er Valdís Þóra búin að spila á samtals 3 yfir pari, 145 höggum (75 70) og deilir sem stendur 3. sætinu!!!!… með 2 finnskum keppendum, Nooru Tamminen og Maríku Voss. Í 1. sæti er rússnesk stúlka, Nína Lesa meira
Allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurð í Finnlandi – Frábær árangur!!!
Keppni er lokið í hjá „strákunum okkar“ í Finnlandi á 2. degi Finnish Amateur Championship og þeir eru svo sannarlega að gera góða hluti! Allir þrír, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Bjarki Pétursson, GB og Rúnar Arnórsson, GK komust í gegnum niðurskurð!!! …. sem er frábær árangur en aðeins 36 efstu eða þeir sem voru jafnir í 36. sætinu komust í gegnum niðurskurð af 93 þátttakendum. Arnór Ingi er samtals búinn að spila á 1 undir pari (72 69) og deilir 12. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Glæsilegt!!! Rúnar er á 2 yfir pari (72 72) og deilir 22. sæti með 5 öðrum kylfingum, sem er ekki síður glæsilegt og Bjarki Lesa meira
LET Access: Tinna spilar á Samsø Ladies Open – í 7. sæti eftir 1. dag
Tinna Jóhannsdóttir, GK, tekur þátt í Samsø Ladies Open, en spilað er í Samsø Golf Club í Samsø í Danmörku og er mótið hluti af LET Access mótaröðinni. Tinna lék fyrsta hringinn í gær á sléttu pari, 72 höggum, fékk tvo fugla og tvo skolla. Fuglarnir komu á 3. og 10. holu en báðar brautirnar eru par-5 og skollarnir á langar par-4 holur þ.e. 5. og 12. holu. Í 1. sæti eftir 1. dag var Corrie Hou frá Ástralíu á 3 undir pari, 69 höggum. Tinna þarf því aðeins að vinna upp 3 högg til þess að ná 1. sætinu. Golf 1 óskar Tinnu, sem fer út eftir hádegi í Lesa meira
GA: Ingunn Guðlaug Guðmundsdóttir og Magnús Andrésson sigruðu í hjóna- og parakeppni GA, Lostætis og Hótel Akureyrar
Hjóna- og parakeppni GA, Lostætis og Hótel Akureyrar, það vinsæla mót fór fram föstudaginn fyrir viku 10. ágúst og laugardaginn 11. ágúst á Jaðrinum á Akureyri. Spilaður var betri bolti fyrri daginn og eftir Greensome fyrirkomulagi seinni daginn. Spilaður var höggleikur báða dagana. Þátttakendur í ár voru 86 pör en eitt dró sig úr keppni þannig að það voru 170 keppendur fyrir norðan í hjóna-og paramótinu 2012. Verðlaun voru sem fyrr stórglæsileg en á laugardagskvöldinu voru þau afhent í fínni lokaveislu. Úrslit voru eftirfarandi: 1. sæti Verðlaun – Flug til Orlandó, Flórída hlutu Ingunn Guðlaug Guðmundsdóttir og Magnús Andrésson GR 135 högg Þau voru jöfn parinu í 2. sæti en Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Securitas-mótið hófst í Kiðjaberginu í dag
Í dag hófst 5. mótið á Eimskipsmótaröðinni – Securitas mótið sem fram fer í Kiðjaberginu Alls eru 50 kylfingar skráðir til leiks; 10 konur og 40 karlar. 1. hringur er hafinn og hefir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, nýbakaður Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna tekið forystu í kvennaflokki eftir aðeins 3 spilaðar holur, en hún byrjaði geysivel; fékk fugla á fyrstu tvær holurnar í mótinu! Í karlaflokki eru Arnar Snær Hákonarson og Einar Haukur Óskarsson með forystu líka á 2 undir pari eins og Ólafía Þórunn. Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Securitas-mótsins SMELLIÐ HÉR:
GF: Sveitakeppni eldri kylfinga hófst á Flúðum í dag – liðsskipanir
Sveitakeppni eldri kylfinga hófst á Selsvelli á Flúðum í dag. Í 1. deild spila 8 sveitir karla (GA, GK, GO, GR, GS, GV, GÖ og NK) og 8 sveitir kvenna (GA, GK, GKG, GKJ, GO, GR, GS og GÖ). Hér fer upptalning á liðsskipan sveitanna 16: Eldri sveit GA-kvenna skipa: Guðný Halldórsdóttir, Halla Sif Svavarsdóttir, Jakobína Reynisdóttir og Unnur Elfa Hallsdóttir Eldri sveit GA-karla skipa: Bjarni Ásmundsson, Björgvin Þorsteinsson, Hafberg Svansson, Haraldur Júlíusson, Viðar Þorsteinsson og Þórir V. Þórisson Eldri sveit GK-kvenna skipa: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Helga Gunnarsdóttir, Margrét Berg Theodórsdóttir og Sigrún Margrét Ragnarsdóttir. Eldri sveit GK-karla skipa: Ágúst Guðmundsson, Guðjón Sveinsson, Jóhann Peter Andersen, Magnús Hjörleifsson, Sigurður Lesa meira
LET: Laura Davies, Lydia Hall og Henrietta Zuel leiða eftir 1. dag British Masters
Í gær hófst á LET, ISPS Ladies British Masters í Buckinghamshire Golf Club í Denham, Buckingham-skíri á Englandi. Mótið stendur frá 16.-18. ágúst 2012. Í efsta sæti eftir fyrsta dag eru tveir enskir kylfingar: Henrietta Zuel og gamla golfdrottningin Laura Davies auk Lydíu Hall frá Wales. Allar spiluðu þessar þrjár á 6 undir pari, 66 höggum á fyrsta degi. Laura Davies, sem á í beltinu 79 sigra á alþjóðamótum, þar af 4 risamótstitla spilaði þrátt fyrir meiðsli í hásin. Henni virðist vera að förlast í dag en 2. hringur er hafinn og Davies komin 3 yfir par, eftir aðeins 6 spilaðar holur og hendist niður skortöfluna, er sem stendur í Lesa meira
Golfútbúnaður: Adidas puremotion golfskórnir – tilfinningin líkust því að spila berfættur!
Adidas puremotion golfskórnir eru skór þar sem lögð var áhersla við hönnun á að hefta ekki náttúrlega hreyfingu fótarins. Skórnir eru hannaðir með það í huga að auka sveigjanleika og þægindi á og utan golfvallarins. Skórnir eru mjög léttir aðeins 11,5 únsur eða 326 grömm og var hvatinn við hönnun golfskóna að líkja eftir því að spilað væri berfætt. Í puremotion golfskónum er fóturinn nær jörðu sem sér honum fyrir betra viðnámi, stuðningi og auk þess er skórinn vatnsvarinn og veitir frelsi til hreyfinga, sem nauðsynlegt er til að ná árangri. Varaforseti Adidas Golf Global Footwear, Bill Price, lýsir puremotion golfskónum „sem því besta úr báðum heimum. Hann stuðlar að Lesa meira
So Yeon Ryu sigraði á Jamie Farr Toledo Classic og jafnaði met!
So Yeon Ryu sigraði á Jamie Farr Toledo Classic á LPGA mótaröðinni s.l. helgi og jafnaði met sem er besta skor allra tíma á lokahring í móti hjá sigurvegara. En hver er þessi unga suður-kóreanska stúlka. So Yeon Ryu (kóreanska: 유소연, RR Ryu So-yeon, MR Ryu Soyŏn) fæddist 29. júní 1990 og er því nýorðin 23 ára. Hún spilar auk bandaríska LPGA á kóreönsku LPGA mótaröðinni. Hún er e.t.v. best þekkt af því að hún sigraði á US Women´s Open risamótinu 2011. Á 18. holunni, sem er erfiðasta holan í mótinu, var hún 1 höggi á eftir forystukonu lokadagsins Hee Kyung Seo, en náði að slá aðhögg sitt 6 fetum Lesa meira









