Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 10:00

Golfútbúnaður: Adidas puremotion golfskórnir – tilfinningin líkust því að spila berfættur!

Adidas puremotion golfskórnir eru skór þar sem lögð var áhersla við hönnun á að hefta ekki náttúrlega hreyfingu fótarins. Skórnir eru hannaðir með það í huga að auka sveigjanleika og þægindi á og utan golfvallarins.

Skórnir eru mjög léttir aðeins 11,5 únsur eða 326 grömm og var hvatinn við hönnun golfskóna að líkja eftir því að spilað væri berfætt. Í puremotion golfskónum er fóturinn nær jörðu sem sér honum fyrir betra viðnámi, stuðningi og auk þess er skórinn vatnsvarinn og veitir frelsi til hreyfinga, sem nauðsynlegt er til að ná árangri.

Varaforseti Adidas Golf Global Footwear, Bill Price, lýsir puremotion golfskónum „sem því besta úr báðum heimum. Hann stuðlar að náttúrulegri hreyfingu og stöðugleik án hindrana. Þetta er skór sem knýr mann til að finna eigið jafnvægi og tempó og bætir meðvitundina fyrir jörðinni og hvaða áhrif hún hefir á sveifluna.“

Yfirborðsefnið er þannig að skórinn „andar“ og er vatnsheldur meðan höggheldur ytri sóli er góður á flötum vegna takkalauss viðnáms og þæginda. Hönnun á puremotion skónum þrengir ekki að tánum heldur dreifast þær eðlilega og óhindrað þegar stigið er til jarðar sem veitir betri stöðugleika og aukinn sveigjanleika. Hællinn er aðeins upphækkaður sem hjálpar mænu aðlagast líkamanum í sveilfu og bætir golfstöðuna.