Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 12:45

LET Access: Tinna spilar á Samsø Ladies Open – í 7. sæti eftir 1. dag

Tinna Jóhannsdóttir, GK, tekur þátt í Samsø Ladies Open, en spilað er í Samsø Golf Club í Samsø í Danmörku og er mótið hluti  af LET Access mótaröðinni.

Tinna lék fyrsta hringinn í gær á sléttu pari, 72 höggum, fékk tvo fugla og tvo skolla. Fuglarnir komu á 3. og 10. holu en báðar brautirnar eru par-5 og skollarnir á langar par-4 holur þ.e. 5. og 12. holu.

Corrie Hou. Mynd: Let Access Series

Í 1. sæti eftir 1. dag var Corrie Hou frá Ástralíu á 3 undir pari, 69 höggum.  Tinna þarf því aðeins að vinna upp 3 högg til þess að ná 1. sætinu.

Golf 1 óskar Tinnu, sem fer út eftir hádegi í dag, góðs gengis!!!

Til þess að fylgjast með Tinnu í Samsø Ladies Open  SMELLIÐ HÉR: