
LET: Laura Davies, Lydia Hall og Henrietta Zuel leiða eftir 1. dag British Masters
Í gær hófst á LET, ISPS Ladies British Masters í Buckinghamshire Golf Club í Denham, Buckingham-skíri á Englandi. Mótið stendur frá 16.-18. ágúst 2012.
Í efsta sæti eftir fyrsta dag eru tveir enskir kylfingar: Henrietta Zuel og gamla golfdrottningin Laura Davies auk Lydíu Hall frá Wales. Allar spiluðu þessar þrjár á 6 undir pari, 66 höggum á fyrsta degi. Laura Davies, sem á í beltinu 79 sigra á alþjóðamótum, þar af 4 risamótstitla spilaði þrátt fyrir meiðsli í hásin. Henni virðist vera að förlast í dag en 2. hringur er hafinn og Davies komin 3 yfir par, eftir aðeins 6 spilaðar holur og hendist niður skortöfluna, er sem stendur í 11. sæti. Það er aldrei gott að spila meidd!!!
Stacy Lee Bregman frá Suður-Afríku og Stacey Keating frá Ástralíu eru höggi á eftir þeim á 5 undir pari, 67 höggum.
Hin franska Joanna Klatten, Beth Allen frá Bandaríkjunum, Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku og Carin Koch frá Svíþjóð deila síðan 6. sætinu, en allar spiluðu þær á 4 undir pari, 68 höggum, hver.
Til þess að fylgjast með stöðunni á ISPS Ladies British Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024