Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 10:25

LET: Laura Davies, Lydia Hall og Henrietta Zuel leiða eftir 1. dag British Masters

Í gær hófst á LET, ISPS Ladies British Masters í Buckinghamshire Golf Club í Denham, Buckingham-skíri á Englandi. Mótið stendur frá 16.-18. ágúst 2012.

Í efsta sæti eftir fyrsta dag eru tveir enskir kylfingar: Henrietta Zuel og gamla golfdrottningin Laura Davies auk Lydíu Hall frá Wales. Allar spiluðu þessar þrjár á 6 undir pari, 66 höggum á fyrsta degi. Laura Davies, sem á í beltinu 79 sigra á alþjóðamótum, þar af 4 risamótstitla spilaði þrátt fyrir meiðsli í hásin. Henni virðist vera að förlast í dag en 2. hringur er hafinn og Davies komin 3 yfir par, eftir aðeins 6 spilaðar holur og hendist niður skortöfluna, er sem stendur í 11. sæti. Það er aldrei gott að spila meidd!!!

Stacy Lee Bregman frá Suður-Afríku og Stacey Keating frá Ástralíu eru höggi á eftir þeim á 5 undir pari, 67 höggum.

Hin franska Joanna Klatten, Beth Allen frá Bandaríkjunum, Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku og Carin Koch frá Svíþjóð deila síðan 6. sætinu, en allar spiluðu þær á 4 undir pari, 68 höggum, hver.

Til þess að fylgjast með stöðunni á ISPS Ladies British Masters SMELLIÐ HÉR: