Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 20:45

Eimskipsmótaröðin (5): Arnar Snær efstur á Securitas-mótinu eftir 1. dag og setti nýtt vallarmet af hvítum í Kiðjaberginu – 66 högg

Arnar Snær Hákonarson, GR, setti nýtt vallarmet af hvítum teigum í Kiðjaberginu, þar sem 1. dagur, 5. móts í Eimskipsmótaraðarinnar fór fram í  dag – Securitas-mótið. Fyrra met áttu Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Örvar Samúelsson, GA, þ.e. 68 högg.

Arnar Snær kom í hús á 5 undir pari, 66 höggum.  Á hringnum fékk Arnar Snær 5 fugla, tapaði hvergi höggi og skilaði „hreinu“ skolla- og skrambalausu skorkorti, með engu öðru en 5 fuglum og 13 pörum. Fuglarnir komu á 1.; 4. og 13.-15. braut – Glæsilegt!

En það voru fleiri að spila geysivel.  Andri Þór Björnsson, GR spilaði á 3 undir pari, 68 höggum; fékk 6 fugla og 3 skolla (fuglarnir komu á 1.; 5.; 6.; 8.; 9. og 16. braut en skollarnir á 2.; 4. og 11. braut.)

Einar Haukur Óskarsson, GK spilaði fínt golf var á 2 undir pari, 69 höggum (fékk 4 fugla og 2 skolla; fuglarnir komu á 1.; 7.; 11. og 14. braut – en skollarnir á 8. og 13. braut).

Sigurþór Jónsson, GOS og Ólafur Björn Loftsson, NK, spiluðu báðir á 1 undir pari, 70 höggum.  Glæsispilamennska á 1. degi Securitas-mótsins í Kiðjaberginu, enda sól og blíða og völlurinn í flottu standi!!!

Staðan í karlaflokki eftir 1. dag Securitas-mótsins er eftirfarandi: 

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur
1 Arnar Snær Hákonarson GR 2 F 34 32 66 -5 66 66 -5
2 Andri Þór Björnsson GR 1 F 33 35 68 -3 68 68 -3
3 Einar Haukur Óskarsson GK 3 F 35 34 69 -2 69 69 -2
4 Sigurþór Jónsson GOS 2 F 36 34 70 -1 70 70 -1
5 Ólafur Björn Loftsson NK -1 F 35 35 70 -1 70 70 -1
6 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 0 F 37 34 71 0 71 71 0
7 Hlynur Geir Hjartarson GOS 0 F 35 37 72 1 72 72 1
8 Fylkir Þór Guðmundsson 5 F 36 36 72 1 72 72 1
9 Páll Theodórsson GKJ 6 F 38 34 72 1 72 72 1
10 Gísli Þór Þórðarson GR 4 F 35 38 73 2 73 73 2
11 Alfreð Brynjar Kristinsson GKG 1 F 36 37 73 2 73 73 2
12 Guðjón Henning Hilmarsson GKG 1 F 38 36 74 3 74 74 3
13 Kristján Þór Einarsson GK -1 F 39 35 74 3 74 74 3
14 Sigurður Ingvi Rögnvaldsson GHD 6 F 37 37 74 3 74 74 3
15 Rafn Stefán Rafnsson GO 4 F 40 35 75 4 75 75 4
16 Dagur Ebenezersson GK 4 F 40 35 75 4 75 75 4
17 Kjartan Dór Kjartansson GKG 3 F 40 36 76 5 76 76 5
18 Magnús Björn Sigurðsson GL 5 F 39 37 76 5 76 76 5
19 Guðjón Baldur Gunnarsson GKB 8 F 37 39 76 5 76 76 5
20 Þórður Rafn Gissurarson GR 0 F 37 40 77 6 77 77 6
21 Halldór Heiðar Halldórsson GKB 5 F 39 38 77 6 77 77 6
22 Gunnar Gunnarsson GKG 7 F 43 35 78 7 78 78 7
23 Yngvi Sigurjónsson GKG 7 F 40 38 78 7 78 78 7
24 Andri Már Óskarsson GHR 1 F 40 39 79 8 79 79 8
25 Andri Jón Sigurbjörnsson GR 7 F 44 35 79 8 79 79 8
26 Oddur Óli Jónasson NK 4 F 44 35 79 8 79 79 8
27 Snorri Páll Ólafsson GR 7 F 42 39 81 10 81 81 10
28 Hákon Harðarson GR 7 F 40 41 81 10 81 81 10
29 Guðmundur Ingvi Einarsson GKB 5 F 42 40 82 11 82 82 11
30 Sturla Ómarsson GKB 7 F 40 43 83 12 83 83 12
31 Daníel Atlason GR 9 F 44 40 84 13 84 84 13
32 Bergur Dan Gunnarsson GKG 10 F 46 40 86 15 86 86 15
33 Victor Rafn Viktorsson GR 10 F 46 41 87 16 87 87 16
34 Aron Bjarni Stefánsson GSE 7 F 48 43 91 20 91 91 20
35 Gunnar Smári Þorsteinsson GR 10 F 46 45 91 20 91 91 20
36 Viktor Ingi Sturlaugsson GR 12 F 48 44 92 21 92 92 21
37 Pétur Andri Ólafsson GKG 11 F 48 47 95 24 95 95 24