Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 09:30

So Yeon Ryu sigraði á Jamie Farr Toledo Classic og jafnaði met!

So Yeon Ryu sigraði á Jamie Farr Toledo Classic á LPGA mótaröðinni s.l. helgi og jafnaði met sem er besta skor allra tíma á lokahring í móti hjá sigurvegara. En hver er þessi unga suður-kóreanska stúlka.

So Yeon Ryu (kóreanska:  유소연, RR Ryu So-yeon, MR Ryu Soyŏn) fæddist 29. júní 1990 og er því nýorðin 23 ára. Hún spilar auk bandaríska LPGA á kóreönsku LPGA mótaröðinni. Hún er e.t.v. best þekkt af því að hún sigraði á US Women´s Open risamótinu 2011. Á 18. holunni, sem er erfiðasta holan í mótinu, var hún 1 höggi á eftir forystukonu lokadagsins Hee Kyung Seo, en náði að slá aðhögg sitt 6 fetum frá pinna og setti niður fugl og knúði fram 3 holu bráðabana, sem hún vann á síðustu holu.

So Yeon Ryu er í háskóla, stundar nám við Yonsei University.

Ryu gerðist atvinnumaður árið 2007, þá 17 ára. Fyrsta sigri sínum náði hún í febrúar 2008 á hinum bandaríska Cactus Tour (sem Tinna Jóhannsdóttir, GK, hefir m.a. líka spilað á). Ryu átti þegar hún vann 6 högg á næsta keppenda. Þegar hún hóf keppni á kórenaska LPGA sigraði hún á fyrsta mótinu sem hún spilaði á the Sports Seoul Open.

Alls hefir So Yeon Ryu sigrað í 10 mótum sem atvinnumaður.