Birgir Leifur farinn út – byrjar lokahringinn vel er í 2. sæti eftir 9 holur – útsending í beinni HÉR frá Ecco Tour Championship kl. 12:30
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er nú við leik á Ecco Tour Championship, á Stensballegaard golfvellinum, í Horsens, í Danmörku. Hann byrjaði á 1. teig í dag og eftir 9 holu spil er hann á 3 undir pari, búinn að fá 3 fugla og 6 pör. Samtals er Birgir Leifur á 11 undir pari og í 2. sæti, sem hann deilir með 2 kylfingum sem stendur!!! Fuglar Birgis Leifs komu á 1.; 7. og 9. braut. Birgir er búinn að standa sig geysivel enda er mótið gríðarlega sterkt með fjölda kylfinga sem spila eða hafa spilað á Evrópumótarðöðinni. Birgir þarf að ná einu af 5 efstu sætunum til þess að tryggja Lesa meira
LPGA: Mika Miyazato og Sydnee Michaels efstar eftir 1. dag Safeway Classic
Í gær hófst á Ghost Creek golfvellinum í Pumpkin Ridge golfklúbbnum í North Plains, Oregon, Safeway Classic mótið. Efstar eftir 1. dag eru einn nýliðinn í ár á LPGA Sydnee Michaels frá Bandaríkjunum og Mika Miyazato frá Japan. Báðar léku þær Michaels og Miyazato á 7 undir pari, 65 höggum í gær og fengu báðar 8 fugla og 1 skolla. Í 3. sæti á hæla forystukonum fyrsta dags eru Cristie Kerr frá Bandaríkjunum; Pornanong Phattlum frá Thaílandi og Inbee Park frá Suður-Kóreu, allar á 66 höggum. Sjötta sætinu deila síðan 4 kylfingar þ.á.m. So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem vann síðustu helgi á Jamie Farr Toledo Classic. Til þess að Lesa meira
Úrslit eftir 1. dag Sveitakeppni GSÍ: 1. deild eldri karla og eldri kvenna – Sveitir GR báðar með fullt hús stiga!!!
Sveitakeppni eldri kylfinga hófst í gær að Selsvelli á Flúðum. Í 1. deild spila 8 sveitir karla (GA, GK, GO, GR, GS, GV, GÖ og NK). Úrslit úr fyrstu leikjum gærdagsins eru eftirfarandi: Sveit GR sigraði sveit GO 5&0. Sveit GK sigraði sveit GÖ 4&1. Í tveimur viðureignum fékk hvor sveit 1/2 vinning þ.e. í viðureignum Magnúsar Hjörleifssonar, GK við Þorstein Þorsteinsson, GÖ og viðureign Ágústs Guðmundssonar, GK gegn Kristjáni W. Ástráðssyni, GÖ. Sveit NK sigraði sveit GS 4&1. Eini sigur sveitar GS kom í viðureign Þorsteins Geirharðssonar, GS gegn Friðþjófi Arnari Helgasyni, NK. Sveit GA sigraði sveit GV naumlega 3&2. Leikir GV sem unnust voru leikir Atla Aðalsteinssonar, GV gegn Lesa meira
LET: Ashleigh Simon efst eftir 2. dag ISPS Handa Ladies British Masters
Það er Ashleigh Simon, sem er efst eftir 2. dag ISPS Handa Ladies British Masters. Hún er samtals búin að spila á 9 undir pari (69 66). Í 2. sæti 2 höggum á eftir er ein af 3 forystukonum 1. dags Lydía Hall frá Wales ásamt hinni bandarísku Beth Allen, báðar á 7 undir pari; Allen (68 69) og Hall (66 71). Fjórða sætinu deila sænska W-7 módelið Mikaela Parmlid (71 68) og tvær franskar stúlkur Julie Greciet (70 69) og Gwladys Nocera (69 70); allar á samtals 5 undir pari hver. Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurð voru hin enska Charlie Douglass, Marianne Skarpenord frá Noregi og Lesa meira
Hlöðver Sigurgeir Guðnason fór holu í höggi!!!
Hlöðver Sigurgeir Guðnason, GKG, fór holu í höggi á 6.holu á æfingahring fyrir sveitakeppni GSÍ. Eldri karlar GKG spila í 2. deild. Því var æfingahringurinn spilaður á Víkurvelli, golfvelli Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi. Sjötta brautin er par-3 og 128 metra löng af gulum. Golf 1 óskar Hlöðveri innilega til hamingju með draumahöggið!
Hver er kylfingurinn: Jimmy Walker?
Það færist sífellt í aukanna að efst á skortöflunum birtist nöfn, sem ekki eru eins kunn og önnur. Oftar en ekki er þó um að ræða kylfinga, sem búnir eru að spila á mótaröðunum lengi og þeir sem fylgjast grant með öllu sem gerist í golfi kannast mæta vel við. Einn þeirra er Jimmy Walker. Jafnvel þó fólk komi honum ekki fyrir sig er nafnið kunnuglegt vegna þess að það hljómar eins og þekkt skoskt malt whisky; Johnnie Walker, ef ekkert annað. Nú er Jimmy Walker í efsta sæti á Wyndham Championship þegar mótið er hálfnað. Hvort sem honum tekst að halda haus fram að sunnudeginum eða ekki þá fer Lesa meira
PGA: Jimmy Walker leiðir í Greensboro – hápunktar og högg 2. dags
Bandaríkjamaðurinn Jimmy Walker leiðir eftir 2. dag á Wyndham Championship í Sedgefield Country Club í Greensboro, Norður-Karólínu. Hann var á næstlægsta skori dagsins 62 höggum (á eftir Tim Herron; sem var á 61 höggi 2. daginn en er samt ekki nema í 47. sæti (sem hann deilir með 6 öðrum) vegna slælegs 1. hrings upp á 76 högg). Walker spilaði hreint út sagt draumagolf; fékk 8 fugla og 10 pör m.ö.o. var með „hreint“ skorkort. Samtals er Walker búinn að spila á 12 undir pari, 128 höggum (66 62). Glæsilegt hjá þessum 33 ára kylfingi, sem á sama afmælisdag og Ásta Birna „okkar“ Magnúsdóttir!!! Í 2. sæti er kylfingur sem Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir – 17. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 18 ára afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún er í afrekshóp GSÍ, valin af landsliðsþjálfara. Í sumar hefir Högna spilað bæði á Unglingamótaröð Arion banka og Eimskipsmótaröðinni. Eins hefir hún tekið þátt í nokkrum mótum erlendis og hlotið dýrmæta reynslu við það. Meðal þeirra móta sem Högna tók þátt í voru Opna undir 18 ára mótið á Írlandi í apríl s.l.; og European Girls Team Championship í Austurríki í júlí s.l. Eins var Högna í sveit Keilis sem varð í 2. sæti á Íslandsmóti GSÍ í sveitakeppni 2012. Komast Lesa meira
Birgir Leifur á 69 höggum og í 8. sæti á 3. degi Ecco Tour Championship
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti frábæran dag á Ecco Tour Championship á Stensballegaard golfvellinum í Horsens. Hann spilaði á 3 undir 69 höggum, fékk 4 fugla (á 1.; 7. 10. og 15. braut) og 1 skolla (á 17. braut). Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 8 undir pari samtals 208 höggum (69 70 69) og deilir nú 8. sætinu ásamt þeim Nicolas Meitner frá Þýskalandi og Englendingnum Robert Dinwiddie. Í fyrsta sæti situr enn sem fastast Svíinn Klas Erikson á 11 undir pari (og því aðeins 3 högg sem skilja þá Birgi Leif að) og 4. kylfingar deila síðan með sér 2. sætinu á 10 undir pari. Tveir Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Guðrún Brá í 1. sæti í kvennaflokki eftir 1. dag Securitas-mótsins
Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem er efst í kvennaflokki af 10 kvenkeppendum á Securitas-mótinu – 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fer í Kiðjaberginu. Guðrún Brá lék í dag á 1 yfir pari, 72 höggum (fékk 3 fugla á 1.; 7. og 16. braut og 4 skolla á 4.; 5.; 11. og 12. braut) en skemmst er að minnast að hún setti vallarmet af bláum í Kiðjaberginu, 69 högg, þegar hún varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára, fyrir tæpum mánuði. Í 2. sæti í dag varð Karen Guðnadóttir, GS á 3 yfir pari, 74 höggum og í 3. sæti varð Ingunn Gunnarsdóttir, GKG á 4 yfir pari, 74 höggum. Lesa meira









