Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 09:00

Nicolas Meitinger ákafur að stíga í fótspor Martin Kaymer

Hefir nokkur nokkru sinni heyrt um þýska kylfinginn Niclolas Meitinger?  Hann er nú í 5. sæti á Ecco Tour Championship aðeins 1 sæti ofar en Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson. Nicolas Meitinger er annar þýski kylfingurinn til þess að skapa sér nafn á eftir Bernhard Langer og Martin Kaymer.  A.m.k. er þegar farið að bera Meitinger saman við Kaymer. Þeir eru fæddir sama árið 1984 með 10 mánaða millibili í bæjum sem aðeins 20 mílur skilja að; Kaymer í Düsseldorf og Meitinger í Köln. Þrátt fyrir það þykja þeir mjög ólíkir í skapi; Kaymer er svalur og sýnir sjaldan tilfinningar sínar á golfvellinum meðan Meitinger er mikill skapmaður. En kannski Meitinger Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2012 | 08:30

PGA: Pettersson leiðir í Segdefield – hápunktar og högg 1. dags

Í gær hófst Wyndham Championship mótið í Sedgefield Country Club í Greensboro, Norður-Karólínu. Sá sem leiðir eftir 1. dag mótsins er kylfingurinn með ríkisföngin tvö Carl Pettersson en hann er bandarísk-sænskur. Í gær var Pettersson á glæsilegum 8 undir pari, 62 höggum. Í 2. sæti eru Tim Clark frá Suður-Afríku og Bandaríkjamaðurinn David Mathis, á 7 undir pari og 63 höggum. í 4. sæti eru Bandaríkjamennirnir Tom Gillis, Scott Stallings og Troy Matteson á 6 undir pari 64 höggum.  í 7. sæti er síðan Matt Every einn á 5 undir pari, 65 höggum. Hópur 12 kylfinga deilir síðan 8. sætinu, allt Bandaríkjamenn þ.a.m. Webb Simpson, sem á titil að verja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 21:15

Afmæliskyfingur dagsins: Vífill Karlsson – 16. ágúst 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Vífill Karlsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1948 og því 64 ára í dag. Vífill er í Golfklúbbnum á Höfn í Hornafirði.  Hann hefir verið duglegur að spila á Silfurnesvelli í sumar og hefir gengið vel í opnum mótum. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Vífill Karlsson (64 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sveinsdóttir Sveinbjörg Temper Netverslun (71 árs) Ekki Spurning (35 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 17:45

Nýr fljótandi golfvöllur á Maldíveyjum – komist milli teiga um neðansjávarglergöng – Fyrirhuguð opnun á vellinum á næsta ári 2013

Þann 18. október á s.l. ári 2011 birti Golf 1 grein um fyrirhugaða byggingu fljótandi golfvallar á Maldíveyjum. Sjá má greinina á Golf 1 með því að smella hér: FLJÓTANDI GOLFVÖLLUR Á MALDÍVEYJUM MEÐ NEÐANSJÁVARGLERGÖNGUM: Völlurinn er löngu kominn á framkvæmdarstig og er nú fyrirhugað að opna hann á næsta ári, eða í október 2013. Hótel og neðansjávarklúbbhús er fyrirhugað að opna 2015. Maldíveyjar eru vinsæll áfangastaður nýgiftra hjóna, sem njóta þess að verja hveitibrauðsdögunum á drifhvítum ströndum Maldíveyja. Nú er búist við alveg nýrri tegund ferðamanna til eyjanna – golfþyrstra kylfinga, sem prófa vilja völlinn fljótandi.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 17:24

Arnór Ingi og Rúnar á 72 og Bjarki á 74 eftir 1. dag Finnish Amateur Championship

Í dag var spilaður 1. hringur á Finnish Amateur Championship á Helsingin golfvellinum í Helsinki, Finnlandi. Valdís Þóra lauk leik fyrr í dag en „strákarnir okkar“ nú fyrir skemmstu. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK voru báðir á 1 yfir pari, eða 72 höggum.  Bjarki Pétursson, GB spilaði á 3 yfir pari, 74 höggum. Arnór Ingi og Rúnar eru sem stendur jafnir í 23. sæti ásamt öðrum 4 öðrum kylfingum en Bjarki er T-38. Aðeins 36 efstu komast í gegnum niðurskurðinn eftir morgundaginn og því verða Íslendingarnir að eiga góðan dag á morgun til þess að vera örugglega fyrir ofan niðurskurðarlínuna. Golf 1 óskar þeim Arnóri Inga, Bjarka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 13:45

Valdís Þóra T-15 eftir fyrsta dag í Finnlandi

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefir lokið keppni á 1. degi Finnish Amateur Championship. Hún deilir 15. sætinu ásamt ásamt 4 öðrum sem stendur, en 18 stúlkur komast í gegnum niðurskurð. Skorkort Valdísar var skrautlegt í dag, en á því voru 5 fuglar, 5 pör, 7 skollar og 1 skrambi á 14. braut.  Hún spilaði á 5 yfir pari, 75 höggum. Golf 1 óskar Valdísi góðs gengis á morgun! Sjá má stöðuna á 1. degi Finnish Amateur Championship með því að  SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 13:30

Birgir Leifur á 70 höggum á 2. degi Ecco Tour Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sýndi glæsispilamennsku 2. daginn í röð á Stensballegaard golfvellinum í Horsens í Danmörku, á Ecco Tour Championship, en mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.  Hann kom í hús á 2 undir pari, 70 höggum í dag. Birgir Leifur er því búinn að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70). Þetta er stórkostlegur árangur í ljósi þess hversu gríðarlega sterkt mótið er!!! Sem stendur, þegar þetta er ritað kl. 13: 25 (að íslenskum tíma) deilir Birgir Leifur 3. sætinu með 3 öðrum kylfingum, sem báðir eiga eftir að ljúka 2. hring; Siwahn Kim frá Kóreu, sem eftir á að spila 12 holur og Þjóðverjanum Nicolas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 10:30

10 reglur um hvernig á að vera góður íþróttamaður eftir Gary Player

Eftirfarandi er grein eftir golfgoðsögnina Gary Player, um heilsurækt í golfi og það hvernig góður íþróttamaður á að bera sig að, að hans mati. Grein Player er í raun upptalning í 10 liðum á atriðum sem gera menn að góðum íþróttamönnum og hér, kylfingum. Hér fer greinin: 1. GERIÐ ÍÞRÓTTINA HLUTA AF YKKUR SJÁLFUM Þegar ég var 9 ára var eldri bróðir minn, Ian kallaður í herinn. Áður en hann fór dró hann mig afsíðis. „Það gæti verið að ég komi ekki heim,“ sagði hann. „En hvort sem ég geri það eða ekki, vil ég að þú lofir mér að þú þjálfir þig og haldir þér í formi.“ Þegar Ian Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 09:45

Fjórir íslenskir kylfingar hefja keppni í Finnlandi í dag

Þau Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB, Rúnar Arnórsson úr GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL eru meðal keppenda á Finnish Amateur Championship mótinu sem hefst í dag á Helsingin vellinum í Finnlandi. Mótið er sterkt áhugamannamót þar sem margir sterkir kylfingar víða af úr Evrópu taka þátt. Leiknir verða þrír hringir í mótinu. Niðurskurður verður eftir annan hring þar sem 36 efstu kylfingarnir komast áfram í karlaflokki og 18 efstu hjá konunum. Alls taka 93 kylfingar þátt í karlaflokki en 39 í kvennaflokki. Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið með því að SMELLA HÉR: Heimild: golf.is

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2012 | 09:30

Myndskeið úr uppáhaldsgolfkvikmyndunum

Hver er eftirlætis golfkvikmyndin ykkar? Er það The Greatest Game Ever Played með Shia LaBeouf í aðalhlutverki, leikstýrð af Mark Frost, sem einnig skrifaði The Match, sem er uppáhaldsgolfbók margs kylfingsins? Eða kannski golfsenan úr Goldfinger frá 1964? Eða kannski enn eldri myndir s.s. Follow The Sun, sem byggð er á ævi Ben Hogan, eins besta kylfings allra tíma, sem hefði orðið 100 ára 13. ágúst s.l.? Hér má sjá myndskeið úr 16 kvikmyndum – sem eru í uppáhaldi hjá mörgum SMELLIÐ HÉR:  Heimild: Golf Digest